Twitter-reikningurinn Nordic Footy valdi besta mark ársins á Norðurlöndunum rétt fyrir áramót og var það mark íslenskt að þessu sinni.
Markið fallega skoraði miðjumaðurinn Emil Ásmundsson í leik með Fylki gegn Grindavík í Lengjudeildinni síðasta sumar:
Hey @FylkirFC, I don't have a trophy or access to Emil Ásmundsson, but tell him he's won the inaugural:
— Nordic Footy ???????????????????????????? (@footy_nordic) December 31, 2022
???????? NORDIC FOOTY GOAL OF THE YEAR: 2022
Unless anyone can convince me otherwise in the next 5 hours? https://t.co/WdxwNbVNV9
„Það er bara að vera nógu vitlaus í hausnum að reyna þetta, taka svo á sig skituna þegar maður klúðrar, hittir ekki á markið eða hittir ekki boltann," sagði Emil um þetta stórkostlega mark síðasta sumar.
Til hamingju með þessi verðlaun Emil!
Athugasemdir