Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 02. febrúar 2020 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea skoraði átta - Man City vann Arsenal
Kvenaboltinn
Það fóru fram fjórir leikir í úrvalsdeild kvenna á Englandi í dag. Manchester City hafði betur gegn Arsenal í toppslag.

Man City komst yfir undir lok fyrri hálfleiks og bættu þeir við öðru marki í byrjun seinni hálfleiks. Danielle van de Donk minnkaði muninn fyrir Arsenal á 58. mínútu, en lengra komst Arsenal ekki.

Manchester City hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og er liðið núna á toppnum. Arsenal er í þriðja sæti með 33 stig.

Í öðru sæti er Chelsea sem vann stórsigur á West Ham, 8-0. Maren Mjelde og Bethany England skoruðu báðar tvennu fyrir Chelsea í þessum stóra sigri.

María Þórisdóttir er á mála hjá Chelsea, en hún er að stíga upp úr erfiðum meiðslum og var ekki með í dag.

Brighton lagði Everton, og Manchester United og Reading skildu jöfn, 1-1. Man Utd er í fjórða sæti, Everton í fimmta sæti, Reading í sjötta sæti og Brighton í níunda sæti.

Úrslit dagsins:
Brighton 1 - 0 Everton
Chelsea 8 - 0 West Ham
Man City 2 - 1 Arsenal
Reading 1 - 1 Man Utd
Athugasemdir