Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. febrúar 2020 14:05
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Giggs ánægður með frumraun Fernandes
Bruno Fernandes í leiknum í gær.
Bruno Fernandes í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes spilaði í gær sinn fyrsta leik með Manchester United eftir að hafa komið til félagsins frá Sporting í Portúgal á dögunum.

Manchester United og Wolves mættust á Old Trafford í gær þar sem niðurstaðan var markalaust jafntefli. Bruno Fernandes fór beint inn í byrjunarlið Rauðu djöflanna og lék allan leikinn, Ryan Giggs fyrrum leikmaður Manchester United sá margt jákvætt í frumraun Fernandes.

„Maður sá greinilega að þarna er maður á ferð sem býr yfir miklum hæfileikum, ég held að það þurfi að skoða betur hvaða staða á vellinum henti honum best svo hann skili sem mestu fyrir liðið," sagði Giggs.

Framundan er vetarfrí í ensku úrvalsdeildinni og næsti leikur Rauðu djöflanna er ekki fyrr en 17. febrúar, þá heimsækir liðið Chelsea Stamford Bridge.
Athugasemdir
banner
banner