sun 02. febrúar 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúlegur dómur á Englandi - „Að eyðileggja leikinn"
Katie Zelem gefur eiginhandaáritanir.
Katie Zelem gefur eiginhandaáritanir.
Mynd: Getty Images
Leikur Reading og Manchester United í úrvalsdeild kvenna á Englandi í dag endaði með 1-1 jafntefli.

Smelltu hér til að sjá úrslit dagsins í deildinni.

Lauren James, systir Reece James, leikmanns Chelsea, skoraði fyrsta mark leiksins er hún kom United yfir á 30. mínútu. Man Utd var með forystuna alveg þangað til á 80. mínútu, en þá fékk Reading mjög svo umdeilda vítaspyrnu.

Reading fékk tvær vítaspyrnur í leiknum. Fara Williams klúðraði vítaspyrnu á 66. mínútu, en skoraði svo þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Seinni vítaspyrnan sem var dæmd, var í raun algjört hneyksli.

Dómarinn dæmdi hendi á Katie Zelem, leikmann United, er hún skallaði boltann í burtu. Boltinn kom ekki nálægt höndum hennar. Myndband er hér að neðan.

Leikmenn United töldu sig hafa verið rændar þremur stigum. „Við vinnum og undirbúum okkur alla vikuna, við gefum allt á vellinum og fáum svo svona ákvarðanir. Við og stuðningsmennirnir eigum betra skilið. Þetta er að eyðileggja leikinn," skrifaði Millie Turner, leikmaður Manchester United, á Twitter.

Natasha Harding, fyrirliði Reading, gagnrýndi einnig ákvörðunina á samfélagsmiðlum. Hún skrifaði að leikurinn væri að vaxa, en dómgæslan væri ekki að gera það.



Athugasemdir
banner
banner
banner