Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 02. febrúar 2023 21:58
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Það lélegt að ég hef gríðarlegar áhyggjur
Arnar Gunnlaugsson segir að eftir frammistöðu Víkings í kvöld þá verði skoðað það að styrkja leikmannahópinn.
Arnar Gunnlaugsson segir að eftir frammistöðu Víkings í kvöld þá verði skoðað það að styrkja leikmannahópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa verið yfir í hálfleik þá tapaði Víkingur gegn Fram í úrslitum Reykjavíkurmótsins á heimavelli sínum í kvöld. Óhætt er að segja að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafi verið hundóánægður með frammistöðu síns liðs og leitaði ekki í neinar afsakanir.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Fram

„Í svona leikjum við svona aðstæður þá snýst þetta um karakter manna og vilji til að vinna málm. Ekki taka á þessu verkefni eins og við gerðum í seinni hálfleik. Það var bara óásættanlegt. Það er fínt að fá svona 'slap in the face' svona snemma á undirbúningstímabilinu en við höfum tapað þremur leikjum með stuttu millibili. Það hefur ekki gerst hérna í dágóðan tíma. Menn þurfa að girða sig í brók og minna sig á hvað klúbburinn stendur fyrir. Þetta var eiginlega til skammar,“ segir Arnar.

Fann hann fyrir áhugaleysi hjá sínum mönnum?

„Þetta var meiri töffaraskapur. Við vorum töluvert betri í fyrri hálfleik og hefðum átt að klára þetta þá, en í seinni hálfleik var þetta töffaraskapur. Þetta var alltof 'soft', menn fóru ekki í tæklingar. Okkar maður lét reka sig út af í 2-1, hversu heimskulegt er það? Við þurfum á öllum okkar mönnum að halda. Það vantaði baráttuhug."

„Það er eitthvað slen yfir mönnum, það er einhver værukærð og við þurfum að skoða það að hrista upp í þessu. Ef við förum með svona hugarfar inn í þetta mót. Þá er okkur flengt."

Er Víkingur að leita að styrkingu?

„Við vorum ekki að því fyrir kvöldið, en við svo sannarlega gerum það núna. Það er ekki spurning í mínum huga. Þetta var óásættanlegt. Þetta var það lélegt að ég hef gríðarlegar áhyggjur. Hinir leikirnir á undirbúningstímabilinu hafa líka verið þannig, við fórum í þennan úrslitaleik á heppni. Þetta hefur verið hræðilegt."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir