Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   fim 02. febrúar 2023 21:58
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Það lélegt að ég hef gríðarlegar áhyggjur
Arnar Gunnlaugsson segir að eftir frammistöðu Víkings í kvöld þá verði skoðað það að styrkja leikmannahópinn.
Arnar Gunnlaugsson segir að eftir frammistöðu Víkings í kvöld þá verði skoðað það að styrkja leikmannahópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa verið yfir í hálfleik þá tapaði Víkingur gegn Fram í úrslitum Reykjavíkurmótsins á heimavelli sínum í kvöld. Óhætt er að segja að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafi verið hundóánægður með frammistöðu síns liðs og leitaði ekki í neinar afsakanir.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Fram

„Í svona leikjum við svona aðstæður þá snýst þetta um karakter manna og vilji til að vinna málm. Ekki taka á þessu verkefni eins og við gerðum í seinni hálfleik. Það var bara óásættanlegt. Það er fínt að fá svona 'slap in the face' svona snemma á undirbúningstímabilinu en við höfum tapað þremur leikjum með stuttu millibili. Það hefur ekki gerst hérna í dágóðan tíma. Menn þurfa að girða sig í brók og minna sig á hvað klúbburinn stendur fyrir. Þetta var eiginlega til skammar,“ segir Arnar.

Fann hann fyrir áhugaleysi hjá sínum mönnum?

„Þetta var meiri töffaraskapur. Við vorum töluvert betri í fyrri hálfleik og hefðum átt að klára þetta þá, en í seinni hálfleik var þetta töffaraskapur. Þetta var alltof 'soft', menn fóru ekki í tæklingar. Okkar maður lét reka sig út af í 2-1, hversu heimskulegt er það? Við þurfum á öllum okkar mönnum að halda. Það vantaði baráttuhug."

„Það er eitthvað slen yfir mönnum, það er einhver værukærð og við þurfum að skoða það að hrista upp í þessu. Ef við förum með svona hugarfar inn í þetta mót. Þá er okkur flengt."

Er Víkingur að leita að styrkingu?

„Við vorum ekki að því fyrir kvöldið, en við svo sannarlega gerum það núna. Það er ekki spurning í mínum huga. Þetta var óásættanlegt. Þetta var það lélegt að ég hef gríðarlegar áhyggjur. Hinir leikirnir á undirbúningstímabilinu hafa líka verið þannig, við fórum í þennan úrslitaleik á heppni. Þetta hefur verið hræðilegt."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner