Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 02. febrúar 2023 21:58
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Það lélegt að ég hef gríðarlegar áhyggjur
Arnar Gunnlaugsson segir að eftir frammistöðu Víkings í kvöld þá verði skoðað það að styrkja leikmannahópinn.
Arnar Gunnlaugsson segir að eftir frammistöðu Víkings í kvöld þá verði skoðað það að styrkja leikmannahópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa verið yfir í hálfleik þá tapaði Víkingur gegn Fram í úrslitum Reykjavíkurmótsins á heimavelli sínum í kvöld. Óhætt er að segja að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafi verið hundóánægður með frammistöðu síns liðs og leitaði ekki í neinar afsakanir.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Fram

„Í svona leikjum við svona aðstæður þá snýst þetta um karakter manna og vilji til að vinna málm. Ekki taka á þessu verkefni eins og við gerðum í seinni hálfleik. Það var bara óásættanlegt. Það er fínt að fá svona 'slap in the face' svona snemma á undirbúningstímabilinu en við höfum tapað þremur leikjum með stuttu millibili. Það hefur ekki gerst hérna í dágóðan tíma. Menn þurfa að girða sig í brók og minna sig á hvað klúbburinn stendur fyrir. Þetta var eiginlega til skammar,“ segir Arnar.

Fann hann fyrir áhugaleysi hjá sínum mönnum?

„Þetta var meiri töffaraskapur. Við vorum töluvert betri í fyrri hálfleik og hefðum átt að klára þetta þá, en í seinni hálfleik var þetta töffaraskapur. Þetta var alltof 'soft', menn fóru ekki í tæklingar. Okkar maður lét reka sig út af í 2-1, hversu heimskulegt er það? Við þurfum á öllum okkar mönnum að halda. Það vantaði baráttuhug."

„Það er eitthvað slen yfir mönnum, það er einhver værukærð og við þurfum að skoða það að hrista upp í þessu. Ef við förum með svona hugarfar inn í þetta mót. Þá er okkur flengt."

Er Víkingur að leita að styrkingu?

„Við vorum ekki að því fyrir kvöldið, en við svo sannarlega gerum það núna. Það er ekki spurning í mínum huga. Þetta var óásættanlegt. Þetta var það lélegt að ég hef gríðarlegar áhyggjur. Hinir leikirnir á undirbúningstímabilinu hafa líka verið þannig, við fórum í þennan úrslitaleik á heppni. Þetta hefur verið hræðilegt."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner