Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   fim 02. febrúar 2023 21:58
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Það lélegt að ég hef gríðarlegar áhyggjur
Arnar Gunnlaugsson segir að eftir frammistöðu Víkings í kvöld þá verði skoðað það að styrkja leikmannahópinn.
Arnar Gunnlaugsson segir að eftir frammistöðu Víkings í kvöld þá verði skoðað það að styrkja leikmannahópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa verið yfir í hálfleik þá tapaði Víkingur gegn Fram í úrslitum Reykjavíkurmótsins á heimavelli sínum í kvöld. Óhætt er að segja að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafi verið hundóánægður með frammistöðu síns liðs og leitaði ekki í neinar afsakanir.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Fram

„Í svona leikjum við svona aðstæður þá snýst þetta um karakter manna og vilji til að vinna málm. Ekki taka á þessu verkefni eins og við gerðum í seinni hálfleik. Það var bara óásættanlegt. Það er fínt að fá svona 'slap in the face' svona snemma á undirbúningstímabilinu en við höfum tapað þremur leikjum með stuttu millibili. Það hefur ekki gerst hérna í dágóðan tíma. Menn þurfa að girða sig í brók og minna sig á hvað klúbburinn stendur fyrir. Þetta var eiginlega til skammar,“ segir Arnar.

Fann hann fyrir áhugaleysi hjá sínum mönnum?

„Þetta var meiri töffaraskapur. Við vorum töluvert betri í fyrri hálfleik og hefðum átt að klára þetta þá, en í seinni hálfleik var þetta töffaraskapur. Þetta var alltof 'soft', menn fóru ekki í tæklingar. Okkar maður lét reka sig út af í 2-1, hversu heimskulegt er það? Við þurfum á öllum okkar mönnum að halda. Það vantaði baráttuhug."

„Það er eitthvað slen yfir mönnum, það er einhver værukærð og við þurfum að skoða það að hrista upp í þessu. Ef við förum með svona hugarfar inn í þetta mót. Þá er okkur flengt."

Er Víkingur að leita að styrkingu?

„Við vorum ekki að því fyrir kvöldið, en við svo sannarlega gerum það núna. Það er ekki spurning í mínum huga. Þetta var óásættanlegt. Þetta var það lélegt að ég hef gríðarlegar áhyggjur. Hinir leikirnir á undirbúningstímabilinu hafa líka verið þannig, við fórum í þennan úrslitaleik á heppni. Þetta hefur verið hræðilegt."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner