Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 10:35
Brynjar Ingi Erluson
Kevin Danso til Tottenham (Staðfest)
Mynd: Tottenham
Tottenham Hotspur hefur fest kaup á austurríska miðverðinum Kevin Danso en hann kemur til félagsins frá Lens í Frakklandi. Hann kemur á láni út tímabilið og verða félagaskiptin gerð varanleg í sumar.

Danso er 26 ára gamall og þekkir vel til á Englandi eftir að hafa spilað með unglingaliðum MK Dons og Reading.

Varnarmaðurinn fór þaðan til Augsburg í Þýskalandi þar sem hann skapaði nafn sitt á atvinnumannaferlinum.

Tímabilið 2019-2020 spilaði hann með Southampton á láni frá Augsburg en spilaði aðeins sex leiki í úrvalsdeildinni.

Árið á eftir var hann lánaður til Fortuna Düsseldorf áður en hann samdi við Lens í Frakklandi. Þar spilaði hann frábærlega á fjórum árum sínum þar en er nú mættur til Tottenham.

Wolves hafði verið í viðræðum við Danso í þessum mánuði áður en Tottenham kom inn í viðræðurnar á elleftu stundu og tókst að krækja í hann á láni.

Tottenham mun gera skiptin varanleg í sumar fyrir 20 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner
banner