Tottenham Hotspur hefur fest kaup á austurríska miðverðinum Kevin Danso en hann kemur til félagsins frá Lens í Frakklandi. Hann kemur á láni út tímabilið og verða félagaskiptin gerð varanleg í sumar.
Danso er 26 ára gamall og þekkir vel til á Englandi eftir að hafa spilað með unglingaliðum MK Dons og Reading.
Varnarmaðurinn fór þaðan til Augsburg í Þýskalandi þar sem hann skapaði nafn sitt á atvinnumannaferlinum.
Tímabilið 2019-2020 spilaði hann með Southampton á láni frá Augsburg en spilaði aðeins sex leiki í úrvalsdeildinni.
Árið á eftir var hann lánaður til Fortuna Düsseldorf áður en hann samdi við Lens í Frakklandi. Þar spilaði hann frábærlega á fjórum árum sínum þar en er nú mættur til Tottenham.
Wolves hafði verið í viðræðum við Danso í þessum mánuði áður en Tottenham kom inn í viðræðurnar á elleftu stundu og tókst að krækja í hann á láni.
Tottenham mun gera skiptin varanleg í sumar fyrir 20 milljónir punda.
"It's an amazing project to be part of and I'm happy to be here." ????
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) February 2, 2025
Kevin Danso's first interview in Lilywhite ????? pic.twitter.com/YAvQGi8ip3
Athugasemdir