mán 02. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David Beckham gegn Will Ferrell í MLS-deildinni
Tap í fyrsta leik hjá Inter Miami
Carlos Vela í baráttunni. Hann skoraði eina mark leiksins.
Carlos Vela í baráttunni. Hann skoraði eina mark leiksins.
Mynd: Getty Images
Inter Miami, félag í eigu David Beckham, spilaði seint í gærkvöldi sinn fyrsta leik í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Inter Miami fór til Los Angeles og mætti þar Los Angeles FC.

Þess má geta að leikarinn vinsæli Will Ferrell er einn af eigendum Los Angeles FC.

Lengi hefur verið unnið í því að koma boltanum af stað hjá Inter Miami. Árið 2007 gekk Beckham í raðir LA Galaxy í MLS-deildinni. Sem hluti af þeim samningi fékk hann möguleika á að eignast félag í MLS-deildinni síðar meir. Hann nýtt sér þann möguleika fyrir sex árum síðan og frá því hefur hann unnið að stofnun Inter Miami.

Beckham er fyrrum fyrirliði enska landsliðsins. Á farsælum leikmannaferli lék hann með Manchester United, Real Madrid, LA Galaxy, AC Milan og Paris Saint-Germain.

Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum í 'borg englanna' og það gerði Carlos Vela, sóknarmaður Arsenal og Real Sociedad, fyrir heimamenn.

Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay mætti á leikinn til að styðja Inter Miami eins og sjá má hér að neðan.

Sjá einnig:
Engin stórstjarna hjá Inter Miami - Beðið til sumarsins


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner