Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. mars 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Ísland-Rúmenía gæti farið fram fyrr um daginn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðasala er nú í gangi á leik Íslands og Rúmeníu fyrir umspil á EM á næsta ári en liðin mætast á Laugardalsvelli fimmtudaginn 26. mars.

Þegar keyptur er miði kemur sérstök klásúla sem segir að áhorfendur eiga ekki rétt á endurgreiðslu ef tímasetning viðburðar breytist fimmtudaginn 26. febrúar.

Leikurinn á að hefjast klukkan 19:45 en áhorfendur eiga ekki rétt á endurgreiðslu ef tímasetningin breytist þennan dag. Talað er um að verðuskilyrði gætu orðið til þess að viburður verði tímasettur fyrr sama dag.

„Sérstök athygli er vakin á því að ákvæði í miðasöluskilmálum Tix um endurgreiðslu tekur ekki til breytinga sem kunna að verða á tímasetningu viðburðar (leiks Íslands og Rúmeníu), ef dagsetning viðburðar helst óbreytt. Ef tímasetningu viðburðar verður breytt en dagsetning viðburðar helst óbreytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja tímasetninu og á kaupandi ekki rétt á endurgreiðslu vegna miðakaupa. Það getur t.d. orðið raunin ef veðurskilyrði verða til þess að viðburður verði tímasettur fyrr sama dag," segir á tix.is.

Aldrei áður hefur verið spilað á Laugardalsvelli í mars og ljóst er að veðurfar gæti sett strik í reikninginn fyrir leikinn. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að öllum möguleikum sé haldið opnum en það sé þó í höndum UEFA að tímasetja leikinn fyrr um daginn ef veðurspáin verður slæm fyrir kvöldið.

„Við erum að reyna að halda sem flestum möguleikum opnum. Þetta er ekkert endilega á teikniborðinu frekar en annað," sagði Klara. „Þetta er hluti af ýmsu sem við erum að spá í okkar miðasölumálum með forfallatryggingar."
Athugasemdir
banner
banner
banner