Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. mars 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane um Pickford: Veit að hann er ekki góður markvörður
Pickford hefði átt að gera betur í markinu sem Manchester United skoraði.
Pickford hefði átt að gera betur í markinu sem Manchester United skoraði.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, var harðorður í garð spænska markvarðarins David de Gea í 1-1 jafntefli United gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jordan Pickford, markvörður Everton, var líka harðlega gagnrýndur af Keane.

De Gea gerði skelfileg mistök í marki Everton sem Dominic Calvert-Lewin skoraði. Bruno Fernandes jafnaði fyrir Man Utd síðar í fyrri hálfleiknum og hefði enski landsliðsmarkvörðurinn, Pickford, átt að gera betur.

„Ég þarf ekki að sjá tölfræðina hans, ég veit að hann er ekki góður markvörður," sagði Keane um Pickford á Sky Sports, en undir lok leiksins þá varði Pickford í tvígang mjög vel til að bjarga stigi.

Markið má sjá hérna.

Pickford er 25 ára og hefur verið aðalmarkvörður enska landsliðsins undanfarin ár. Það er spurning hvort að hann verði það á EM all staðar í sumar, það er að segja ef EM fer fram. Talað er um að ef útbreiðsla Covid 19-veirunnar heldur áfram verði mögulega að fresta EM landsliða
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner