Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 02. mars 2020 10:06
Magnús Már Einarsson
Neil Critchley hættur hjá Liverpool - Tekur við Blackpool
Neil Critchley, þjálfari U23 ára liðs Liverpool, hefur sagt upp störfum hjá félaginu.

Critchley hefur verið ráðinn stjóri Blackpool í ensku C-deildinni.

Critchley stýrði Liverpool í 1-0 sigri á Shrewsbury í enska bikarnum á dögunum en Jurgen Klopp og leikmenn aðalliðsins voru þá í vetrarfríi.

Í desember stýrði Critchley einnig ungu liði Liverpool í 5-0 tapi gegn Aston Villa í enska deildabikarnum en þá var aðalliðið á HM í Katar.

Blackpool er í 13. sæti í ensku C-deildinni en áður en Critchley var ráðinn hafði félagið reynt að fá Karl Robinson, stjóra Oxford.
Athugasemdir
banner