Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. mars 2023 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Al Arabi tapaði toppslagnum - Viking tapaði í Marbella
Mynd: Getty Images
Mynd: KSÍ

Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Al Arabi sem heimsótti Al-Duhail í toppslag katörsku deildarinnar í dag.


Heimamenn í Al-Duhail voru sterkari aðilinn og leiddu 2-1 í leikhlé. Leikmaður Al Arabi fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili í síðari hálfleik og í kjölfarið af því var aðeins eitt lið á vellinum.

Al-Duhail komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta þriðja markinu við áður en boltinn endaði loks í netinu og urðu lokatölur 3-1.

Al-Duhail er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar eftir þennan sigur og með leik til góða. 

Al-Duhail 3 - 1 Al Arabi

Norska félagið Viking spilaði þá æfingaleik við Jerv úti á Marbella á Spáni.

Patrik Sigurður Gunnarsson er á mála hjá Viking en það vantar upplýsingar um byrjunarlið.

Leiknum lauk með naumum sigri Jerv.

Viking leikur í efstu deild norska boltans í ár eftir að hafa endað í 11. sæti á síðustu leiktíð, með 35 stig úr 30 leikjum.

Jerv endaði á botni efstu deildar í fyrra og leikur því í næstefstu deild í sumar.

Viking 0 - 1 Jerv


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner