Vinstri bakvörðurinn Davíð Ingvarsson verður frá í um sex vikur eftir að hafa farið í aðgerð á ökkla í gær.
Það er því nokkuð ólíklegt að hann verði með Breiðabliki í fyrsta leik Bestu deildarinnar þann 10. apríl. Sá leikur er gegn nágrönnunum í HK og verður spilaður á Kópavogsvelli.
Það er því nokkuð ólíklegt að hann verði með Breiðabliki í fyrsta leik Bestu deildarinnar þann 10. apríl. Sá leikur er gegn nágrönnunum í HK og verður spilaður á Kópavogsvelli.
Davíð hefur byrjað fyrstu þrjá leiki Íslandsmeistara Breiðabliks í Lengjubikarnum í vetur.
Hann segir í samtali við Fótbolta.net að hann hafi meiðst í september í fyrra en það hafi tekið tíma að ráða í það hvað væri nákvæmlega að. Það kom í ljós í janúar og fór hann svo í aðgerðina í gær.
Davíð spilaði 27 leiki með Breiðabliki í deild og bikar í fyrra er liðið varð Íslandsmeistari.
Það þykir líklegt að miðjumaðurinn Andri Rafn Yeoman muni leysa Davíð af hólmi í vinstri bakverðinum hjá Blikum á meðan hann er að jafna sig eftir aðgerðina.
Athugasemdir