Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 02. mars 2023 11:57
Elvar Geir Magnússon
Enskir blaðamenn botna ekkert í dómi Helga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Mikael Jónsson dómari í Bestu deildinni var með flautuna í leik Liverpool og Porto í Evrópukeppni unglingaliða í gær. U19 lið taka þátt í keppninni og endaði leikurinn með sigri Liverpool í vítaspyrnukeppni eftir jafntefli 1-1.

Hiti var í leiknum sem fram fór á æfingasvæði Liverpool og slagsmál brutust út eftir vítaspyrnukeppnina þar sem leikmenn Porto voru ósáttir við niðurstöðuna.

Helgi fær mikla gagnrýni frá enskum blaðamönnum fyrir frammistöðu sína en Liverpool fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem fjallað er um sem glórulausan dóm.

„Dómarinn hefur dæmt vítaspyrnu fyrir Porto og það eru allir í áfalli yfir því sem eru að horfa," skrifaði blaðamaðurinn, Andy Kelly um vítaspyrnudóm Helga en 433.is fjallar um málið.

„Ég vil ekki vera með of stórar yfirlýsingar en þetta gæti verið ein versta ákvörðun sem ég hef séð. Skelfileg ákvörðun að dæma víti hjá dómaranum," skrifar blaðamaðurinn Ian Doyle.

Helgi Mikael er á undirbúningstímabilinu eins og aðrir í fótboltanum hér heima og hefur verið að dæma í Þungavigtarbikarnum og Lengjubikarnum í vetur.

Dóminn má sjá eftir 50 sekúndur hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner