Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. mars 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Frammistaða Enzo betri en úrslit Chelsea segja
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: Getty Images
Enzo Fernandez varð ofurstjarna á HM og var keyptur frá Benfica til Chelsea á 106,8 milljónir punda í janúarglugganum. Svakaleg upphæð fyrir 22 ára leikmann sem hafði aldrei spilað í einhverjum af fimm sterkustu deildum Evrópu og hafði kostað Benfica aðeins 8 milljónir punda sjö mánuðum áður.

Þrátt fyrir að hafa eytt gríðarlegum fjárhæðum í síðustu tveimur gluggum vantar Chelsea enn alvöru markaskorara og hefur bara skorað 23 mörk í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Síðustu úrslit Chelsea hafa verið afleit og liðið aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum.

Enzo hefur hinsvegar verið ljósi punkturinn í liðinu. Þetta segir Ben McAleer hjá WhoScored.

„Enzo mun ekki laga vandræðin á miðjunni algjörlega en hann er skref í rétta átt. Aldurinn gerir hann að leikmanni fyrir núið og framtíðina. Hann hefur verið ljósasti punkturinn í liðinu," segir McAleer sem styðst við tölfræðina.

Hann er með 89% heppnaðar sendingar og er sá leikmaður Chelsea sem á flesta sendingar í leik og bestu löngu sendingarnar. Hann lagði upp eina markið sem Chelsea skoraði í febrúar

„Enzo hefur aðlagast nýju liði hraðar en úrslit Chelsea segja. Hann á eftir að verða enn betri þegar liðið nær betra jafnvægi í sinn leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner