Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. mars 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gríska undrið og íshokkístjarna hluti af eigendahópi Nashville
Mynd: WKRN
Körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo sem kallaður er gríska undrið (e. Greek Freak) og íshokkíleikmaðurinn Filip Forsberg eru orðnir hluti af eigendahópi Nashville SC í bandarísku MLS-deildinni.

Giannis er leikmaður Milwaukee Bucks í NBA deildinni og Forsberg spilar með íshokkíliðinu í Nashville, Nashville Predators. Bræður Giannis eru einnig orðnir hluti af eigendahópnum.

Aðrir í eigendahópnum eru t.d. leikkonan Reese Witherspoon og Jim Toth eiginmaður hennar. Það er því nóg af stjörnum sem koma að Nashville SC.

Svínn Forsberg er stuðningsmaður Liverpool á Englandi og er ánægður að vera nú kominn með annað fótboltalið sem hann heldur með. „Nashville er besta íþróttaborgin í landinu og ég er mjög heppinn að vera nú hluti af tveimur af atvinnumannaliðum borgarinnar," sagði Forsberg.

Faðir Giannis var atvinnumaður í fótbolta. „Fótbolti er fyrsta íþróttin sem ég elskaði. Mig hefur alltaf dreymt um að eignast fótboltalið. Þegar ég og bræður mínum skoðuðum möguleikann á Nashville SC þá vissum við að það væri lið og borg sem við vildum tengjast. Ég get ekki beðið eftir því að mæta á GEODIS leikvanginn fljótlega!"

Nashville SC kom inn í MLS deildina árið 2020 og hefur öll tímabilin farið í úrslitakeppnina. Þjóðverjinn Hany Mukhtar er ein stærsta stjarna liðsins og hefur hann raðað inn mörkum undanfarin ár. Liðið vann sigur í fyrstu umferð deildarinnar um síðustu helgi gegn New York City FC.
Athugasemdir
banner
banner
banner