
Írena Héðinsdóttir Gonzalez og Taylor Marie Ziemer hafa framlengt samninga sína við Breiðablik en þessi tíðindi voru tilkynnt á heimasíðu Breiðabliks.
Írena er fædd árið 2005 og spilar stöðu miðjumanns en hún þykir gríðarlegt efni.
Hún á að baki 16 leiki fyrir Breiðablik og eitt mark í bæði deild- og bikar en auk þess hefur hún spilað fyrir Augnablik, venslafélagi Blika.
Írena er í stóru hlutverki hjá U19 ára landsliði kvenna en hún byrjaði alla leiki liðsins er það vann æfingamót í Portúgal á dögunum.
Um helgina framlengdi hún samning sinn við Blika til ársloka 2025 en Taylor Marie Ziemer framlengdi einnig samning sinn við félagið og verður því hjá félaginu á næsta tímabili. Samningur hennar er út tímabilið.
Taylor er lykilkona í liði Breiðablik en hún kom til félagsins árið 2021 og á að baki 31 leik og fimm mörk í efstu deild með liðinu.
Athugasemdir