Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. mars 2023 21:14
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Lúkas Logi tryggði nauman sigur
Jafnt í Garðabæ
Lúkas Logi er ekki með slæman skotfót.
Lúkas Logi er ekki með slæman skotfót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan og Fram áttust við í A-deild Lengjubikarsins í kvöld á meðan Valur tók á móti HK.


Viðureignin í Garðabæ var sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og var leikurinn afar jafn. Það var lítið um dauðafæri en leikurinn var þó þokkalega opinn.

Stjörnumenn fengu hættulegri sóknir en tókst ekki að nýta færin. Það vantaði uppá gæðin á lokaþriðjungnum og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Stjarnan endar því riðlakeppnina með 8 stig eftir 5 umferðir.

Fram er með 5 stig eftir þetta jafntefli og einn leik til góða, á heimavelli gegn Njarðvík. Fram getur því jafnað Stjörnuna á stigum með sigri í lokaumferðinni.

Stjarnan 0 - 0 Fram

Valur var með fullt hús stiga á toppi síns riðils en leikurinn gegn HK í dag virtist stefna í markalaust jafntefli þegar staðan var enn 0-0 á lokakaflanum.

Það var Lúkas Logi Heimisson sem gerði gæfumuninn með glæsilegu sigurmarki á 90. mínútu. Hann hleypti þá af skoti utan vítateigs sem söng í netinu.

Valur er því áfram með fullt hús stiga, 12 stig eftir 4 umferðir og markatöluna 8-0. HK er með sex stig.

Valur 1 - 0 HK
1-0 Lúkas Logi Heimisson ('91)


Athugasemdir
banner
banner
banner