Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. mars 2023 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Ansu Fati bjargaði marki fyrir Real
Mynd: Getty Images

Viðureign Real Madrid og Barcelona er í fullum gangi í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins og er staðan 0-1 fyrir Barca þegar rétt rúmar tíu mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.


Barca tók forystuna í fyrri hálfleik þegar varnarmenn Real skoruðu sjálfsmark eftir að Thibaut Courtois varði marktilraun Franck Kessie.

Kessie hefur verið ansi óheppinn í þessum leik. Í síðari hálfleik fékk hann furðulegt gult spjald og skömmu síðar var hann hársbreidd frá því að tvöfalda forystu Barcelona.

Boltinn rataði þó ekki í netið útaf Ansu Fati, sem hafði komið inn af varamannabekknum nokkrum mínútum fyrr. Fati reyndi að stýra boltanum í netið og sendi hann framhjá af tveggja metra færi, í stað þess að hoppa upp og hleypa honum undir sig þar sem hann hefði endað í netinu.

Sjáðu atvikið

Sjá einnig:
Sjáðu markið: El Clasico byrjar á sjálfsmarki


Athugasemdir
banner
banner
banner