fim 02. mars 2023 21:07
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: El Clasico byrjar á sjálfsmarki
Mynd: Getty Images

Barcelona er 0-1 yfir gegn Real Madrid í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins. Liðin eru að mætast í annarri El Clasico viðureign ársins og aftur leiðir Barca í leikhlé.


Fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu þar sem menn voru hvergi smeykir við að dýfa sér í tæklingar. Heimamenn í Real voru betri aðilinn stærsta hluta fyrri hálfleiks en það voru Börsungar sem gerðu eina markið.

Það kom á 26. mínútu eftir að Eduardo Camavinga tapaði boltanum á slæmum stað og slapp Franck Kessie í gegn eftir góða sendingu frá Pedri. Thibaut Courtois var snöggur af marklínunni og varði frá Kessie, en boltinn fór í Eder Militao og þaðan í Nacho Fernandez og endaði í netinu sem sjálfsmark. Það er umdeilt hvor varnarmannanna fær sjálfsmarkið skráð á sig.

Sjáðu markið

Sjáðu júdóslaginn sem átti sér stað í aðdraganda marksins


Athugasemdir
banner
banner
banner