Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. mars 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Dijk: Hefði átt að hvíla fyrir og eftir HM
Skoraði í gær.
Skoraði í gær.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk sneri aftur í Liverpool í gær eftir sex vikna fjarveru vegna meiðsla. Hann hefur glímt við meiðsli í læri en kom vel gíraður til leiks í gær og skoraði fyrra mark Liverpool í 2-0 sigrinum gegn Wolves.

Van Dijk fór í viðtal eftir leikinn og sagði að hann hefði átt að taka sér smá frí bæði fyrir og eftir HM. Það sé vegna þeirra áhrifa sem snörp endurkoma hans eftir erfið hnémeiðsli höfðu á líkama sinn. Van Dijk hefur ekki átt sitt besta tímabil og vill hann meina að endurkoma hans fyrir einu og hálfu ári síðan spili þar mikið inn í.

„Ég kom til baka eftir frekar alvarleg meiðsli. Það tekur endurhæfingu og aðlögunartíma. Ég spilaði alla leikina í úrvalsdeildina eftir meiðsli af því allir vilja spila leikina og ég vil spila. Það sem gerðist var að ég spilaði of marga leiki. Þegar það er leikdagur þá vil ég spila, en ég hefði getað hugsað fyrir HM að nú væri komin tími til að hvíla til að verða tilbúinn."

„En ég gerði það ekki, því ég vildi spila og ég vil hjálpa félaginu mínu því ég elska það og ég legg hart að mér á hverjum degi til að gera vel fyrir það. En þetta náði mér á endanum, líkaminn þoldi ekki meira. Ég er ekki vélmenni og að fara á HM, spila þar og taka svo einungis viku frí, það var ekki rétta nálgunin."

„Stundum tekur fólk því sem sjálfsögðum hlut að spila eftir svona erfið meiðsli, en það er það ekki. Ég vil bæta mig, gera það sem ég get til að hjálpa liðinu að ná Meistaradeildarsæti. Þetta félag á heima í Meistaradeildinni."

„Ég hafði gott af þessum sex vikum, tækifæri til að líta á heildarmyndina og gaf hnénu mínu hvíld. Ég gat undirbúið mig fyrir lokahluta tímabilsins. Það var erfitt að þurfa horfa leikina á síðustu vikurnar, ég vildi spila og hjálpa liðinu en þú þarft með svona meiðsli að sýna þolinmæði, sem er ekki hluti af minni orðabók. Ég er ekki með það í kerfinu mínu en ég varð samt að sýna þolinmæði,"
sagði Van Dijk.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner