Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 02. mars 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd ræddi við Potter - Ramsdale orðaður við Milan
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins er tekinn saman af BBC af öllum helstu miðlum heims. Njótið.


Juventus, Lazio og Napoli hafa áhuga á Jorginho, 32, en samningurinn hans við Arsenal rennur út eftir tímabilið. (Standard)

Dan Ashworth verðandi yfirmaður fótboltamála hefur rætt við Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea og Brighton en pressan eykst á Erik ten Hag. (Sun)

Liverpool mun snúa sér að Roberto de Zerbi ef félaginu mistekst að ráða Xabi Alonso í sumar. (Guardian)

Vincent Kompany verður líklega áfram stjóri Burnley jafnvel þótt liðið falli úr úrvalsdeildinni. (Football Insider)

Barcelona hefur rætt við Roberto Martinez landsliðsþjálfara Portúgal um að taka við af Xavi eftir tímabilið. (Football Transfers)

Aston Villa gæti þurft að selja leikmenn í sumar til að koma í veg fyrir að brjóta fjármálareglur. Newcastle hefur áhuga á Jacob Ramsey, 22, og Arsenal hefur áhuga á Douglas Luiz, 25. (Mail)

Chelsea, West Ham, Juventus, AC Milan, Nice og Lyon hafa öll áhuga á enska vinstri bakverðinum Archie Brown, 21, leikmanni Gent. (Standard)

Milan fylgist með Aaron Ramsdale, 25, markerði Arsenal en hann gæti leyst Mike Maignan, 28, af hólmi. (Ekrem Konur)

Zinedine Zidane hefur engan áhuga á að þjálfa á Englandi svo það er afar ólíklegt að hann fari til Man Utd ákveði félagið að reka Ten Hag. (The i)

Liverpool er bjartsýnt á að Andy Robertson, 29, muni vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir áhuga frá Bayern Munchen. (Football Insider)

Njósnarar frá Tottenham og Dortmund hafa verið að fylgjast með Kevin Denkey, 23, sóknarmanni Cercle Brugge. (Foot Mercato)

Aston Villa íhugar að festa kaup á Clement Lenglet sem er á láni hjá félaginu frá Barcelona. (Mundo Deportivo)

Chelsea ætlar að fá til sín þjálfara í föstum leikatriðum þrátt fyrir að Mauricio Pochettino hafi verið á móti þeirri hugmynd fyrir mánuði síðan. (Telegraph)


Athugasemdir
banner
banner
banner