Hollenski miðvörðurinn Nathan Aké verður frá í langan tíma en þetta sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, á blaðamannafundi eftir 3-1 sigur liðsins á Plymouth í enska bikarnum í gær.
Aké, sem er fastamaður í vörn Man City, spilaði fyrri hálfleikinn gegn Plymouth en snéri ekki aftur á völlinn í síðari hálfleik.
Eftir leik var Guardiola spurður út í stöðuna á Aké og staðfesti hann þar að hann væri kominn á meiðslalistann.
„Aftur höfum misst miðvörð frá í langan tíma. Við munum sakna Nathan. Ég er svo þakklátur félaginu að hafa fengið Khusanov og Vitor annars ættum við ekki möguleika á að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili eða berjast um enska bikarinn. Það væri ómögulegt. Við myndum bara hafa Ruben,“ sagði Guardiola.
Meiðsli hafa hrjáð Aké á þessu tímabili. Þegar hann er heill er hann að byrja í liði Man City, en aðeins spilað 10 deildarleiki vegna þrálátra meiðsla. Alls hefur hann spilað 18 leiki í öllum keppnum.
Athugasemdir