Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 02. apríl 2020 09:00
Fótbolti.net
Hvaða sex leikmenn gerðu Margréti Láru líklegri til að skora?
Heimavöllurinn
Margrét Lára er markahæsti leikmaður landsliðsins og næst markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi
Margrét Lára er markahæsti leikmaður landsliðsins og næst markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir fékk verkefni í nýjasta þætti Heimavallarins en mesti markaskorari Íslands var beðin um að velja þá sex íslensku leikmenn sem hún hefur spilað með í gegnum ferilinn og gerðu hana líklegasta til að skora.

„Ég hefði getað valið úr ótrúlega mörgum," sagði Margrét Lára.

„Þegar maður er búin að spila fótbolta í svona mörg ár, eins og sést á mínum lista, þá eru sumar 10 árum eldri en ég og hættar fyrir einhverjum árum síðan. Svo eru einhverjar sem eru nær mér í aldri og margir yngri. Eins og leikmenn sem spiluðu með mér í Val síðastliðin ár sem ég hefði alveg viljað velja. Það er því mikið af leikmönnum sem ég náði ekki að koma inn,“ sagði Margrét áður en hún opinberaði val sitt.

Hér að neðan má sjá þá leikmenn sem Margrét Lára nefndi. Einnig er hægt að hlusta á Heimavöllinn þar sem markadrottnignin fer ítarlega yfir val sitt.

Þátturinn er í boði Dominos, Heklu og Vita ferða
Heimavöllurinn - Topp 6, útgöngubannið og besta lið Íslands
Athugasemdir
banner
banner