Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 18:33
Brynjar Ingi Erluson
KSÍ boðar til fundar með félögum í Pepsi Max-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur boðað til fundar með félögum og forsvarsmönnum Pepsi Max-deildarinnar á morgun en farið verður yfir stöðuna og framhaldið á deildinni rætt.

Um verður að ræða fjarfund.

Fyrsti leikur Pepsi Max-deildarinnar er skráður þann 22. apríl en Valur og KR eiga að mætast á Origo-vellinum í fyrstu umferð en ljóst er að keppni hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi um miðjan maí.

Það er ljóst að ekki verður hægt að hefja tímabilið þá en 1319 manns hafa smitast af veirunni. Lið mega ekki æfa vegna samkomubanns og verður framhaldið rætt í hádeginu á morgun.

Forsvarsmenn Pepsi Max-deildarinnar hafa verið boðaðir á fundinn ásamt formönnum og framkvæmdastjórum félaga í deildinni.

Farið verður yfir helstu þætti á fundinum eins og fjármál félaga, mótamál, æfingar og undirbúningstímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner