Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 02. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rangnick fékk næstum því Müller og Hummels til Hoffenheim
Hummels og Muller taka sjálfu.
Hummels og Muller taka sjálfu.
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick var að eigin sögn nálægt því að landa Thomas Müller, Mats Hummels og Holger Badstuber þegar hann var við stjórnvölinn hjá Hoffenheim.

Rangnick var þjálfari Hoffenheim frá 2006 til 2011, en í dag er yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull.

Árið 2008 vildi Rangnick styrkja lið Hoffenheim með ungum leikmönnum og horfði hann til Bayern München. Hann fékk næstum því Müller og Badstuber, sem voru þá í varaliði Bayern.

„Við náðum samkomulagi við Müller og ráðgjafa hans, Ludwig Kogl, og við vildum mjög mikið fá hann," segir Rangnick. „Við hefðum getað fengið hann fyrir 3 milljónir evra, en Hermann Gerland (þá varaliðsþjálfari Bayern) vildi ekki láta hann fara og Müller var áfram í Bayern."

„Á þeim tíma vorum við líka komnir langt í viðræðum við Holger Badstuber."

Bæði Müller og Badstuber áttu eftir að komast í aðallið Bayern. Müller er enn að störfum hjá Bayern, en ferill Badstuber hefur litast mikið af meiðslum og er hann í dag hjá Stuttgart.

Hoffenheim reyndi líka við Hummels, varnarmann sem var þá í varaliði Bayern. „Við vildum fá hann á láni og það náðist samkomulag. Uli Hoeness (fyrrum forseti Bayern) vildi hins vegar frekar lána hann til Dortmund," segir Rangnick við Sport1.

Hummels átti farsælan tíma með Dortmund til 2016. Þá sneri hann aftur til Bayern, en í dag er hann kominn aftur til Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner