Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 02. apríl 2021 16:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Vildi skoða Karitas í þessu verkefni - Sif í svipaðri stöðu og Gugga
Icelandair
Karitas í leik með Selfossi. Hún gekk í raðir Blika í vetur.
Karitas í leik með Selfossi. Hún gekk í raðir Blika í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós
Berglind Rós
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís, Sandra og Gunnhildur eru í hópnum en Sara er fjarri vegna meiðsla.
Glódís, Sandra og Gunnhildur eru í hópnum en Sara er fjarri vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið mætir því ítalska í tveimur æfingaleikjum seinna í mánuðinum.

Tveir nýliðar voru í upprunalega hópnum sem tilkynntur var fyrir viku síðan en Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, þurfti að draga sig úr hópnum vegn meiðsla. Inn í hópinn kom Karitas Tómasdóttir.

Þorsteinn Halldórsson er þjálfari landsliðsins og er þetta hans fyrsta verkefni með liðið. Fréttaritari heyrði í honum og spurði hann út í Söru, Karitas, Berglindi Rós Ágústsdóttur, Sif Atladóttur og leikina sjálfa.

Var alltaf ljóst að Sara væri tæp fyrir þetta verkefni?

„Það var ekki ljóst með Söru, ég vissi að hún væri tæp en ég átti von á henni í þetta verkefni. Svo kom eitthvað bakslag og við urðum að gera breytingu,“ sagði Steini þegar fréttaritari heyrði í honum í dag.

„Hugmyndin að taka inn Karitas er að hún er kröftug, góð að pressa, góð að verjast og er að bæta sig í sóknarleiknum. Ég var ánægður með hana á æfingunum um daginn, var búinn að vera með hana í smá tíma hjá Breiðabliki í vetur og hafði fylgst með henni áður í langan tíma. Auðvitað komu fleiri til greina en ég hafði áhuga á að kíkja á hana í þessu verkefni.“

Er hún svipuð týpa af miðjumanni og Sara?

„Já, hún er svona box-to-box leikmaður, getur náttúrulega líka spilað sem djúpur miðjumaður og hefur meira verið í því hlutverki hjá Selfossi. Ég hugsa hana kannski aðeins framar á miðjunni en það.“

Berglind Rós var tilkynnt sem miðjumaður þegar hópurinn var tilkynntur. Er hún sterkari sem miðjumaður eða hentar það hópnum einfaldlega betur?

„Já, hún er valin sem miðjumaður, það hentar hópnum betur, við erum að ég tel vel mönnuð í miðvarðarstöðunum og höfum verið undanfarin ár. Ég horfi frekar á hana sem miðjumann.“

Hver er hugmyndin að mæta Ítalíu tvisvar?

„Í dag snýst þetta ekki neitt um að þú hafir úr öllu að velja og getir skipulagt alla hluti. Ástandið er bara þannig að þú verður að taka þá leiki sem bjóðast. Við ætluðum að taka tvo leiki í þessari ferð og það voru fullt af dæmum í gangi, hlutum sem gengu ekki upp og annað. Við urðum að púsla þessu svona saman."

„Ítalarnir völdu 33 manna hóp sem tilkynntur var í gær og munu eflaust nota marga leikmenn í verkefninu. Það var í raun krafa frá þeim að mætast í tvígang og það var ákveðin pæling í gangi að Ítalir yrðu með U23 lið en það varð ekkert úr því. Ítalir komust í 8-liða úrslit á HM 2019 og sýnir það að liðið er mjög gott.“


Sif Atladóttir var lykilmaður í liðinu fyrir nokkrum árum og gæti snúið til baka á næstunni. Hefuru talað eitthvað við hana?

„Já, ég hef heyrt í henni. Sif er að koma sér í gang.“

Þú talaðir um að Guðbjörg Gunnarsdóttir ætti möguleika þegar leikir færu í gang í Noregi, er þetta eins með Sif í Svíþjóð?

„Já, bara eins og alla leikmenn sem ekki eru valdir. Maður er alltaf að fylgjast með öllum sem koma til greina. Ég og við fylgjumst með framgangi leikmanna, þeirra sem koma á óvart og þeim sem hafa verið fyrir í hópnum."

„Ég fylgist með þeim eins og ég get og hægt er. Ég ræddi bæði við Sif og Guggu, Sif er ekki á þeim stað að hún sé farin að spila af neinu viti og er að koma sér í gang fyrst áður en lengra er haldið,“
sagði Steini.
Athugasemdir
banner