Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 02. apríl 2023 12:40
Aksentije Milisic
Allegri brjálaður þrátt fyrir sigur - Strunsaði inn í klefa áður en leiknum lauk
Mynd: EPA

Juventus hefur verið að spila mjög vel að undanförnu en liðið hefur unnið 10 af síðustu 12 leikjum sínum í öllum keppnum.


Í gær vann liðið 1-0 heimasigur á Hellas Verona en Allegri geymdi nokkra af sínum bestu leikmönnum á bekknum en Juventus á leik gegn Inter Milan í miðri viku í undanúrslitum ítalska bikarsins.

Gestirnir frá Verona eru í slæmum málum í deildinni og eru í fallsæti. Það sást hins vegar ekki í gær en liðið var ekki mikið síðra í leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en það var Moise Kean sem gerði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleiknum.

Juventus gekk illa að ganga frá leiknum og áttu gestirnir nokkur hálffæri í restina til að jafna metin. Max Allegri, þjálfari Juventus, var langt því frá að vera sáttur þegar gestirnir áttu álitlega sókn seint í uppbótartímanum sem endaði hins vegar ekki með marki.

Allegri sástu þá öskra og fórna höndum reiður áður en hann strunsaði beint inn í klefa þrátt fyrir að leikurinn væri ennþá í gangi. Ítalskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að fjalla um þetta athæfi Allegri en þetta ku ekki vera í fyrsta skiptið sem hann missir stjórn á skapi sínu á þessari leiktíð.

Juventus er nú einungis fjórum stigum frá fjórða sætinu en fyrr á leiktíðinni voru fimmtán stig dregin af liðinu.


Athugasemdir
banner