Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 02. apríl 2023 11:00
Aksentije Milisic
Hodgson kampakátur - „Gáfum stuðningsmönnunum það sem þeir vildu”
Mynd: Getty Images

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, var kampakátur eftir sigurinn á Leicester City í gær en þetta var fyrsti leikur Hodgson með liðið síðan hann tók við af Patrick Vieira. Vieira var rekinn rétt fyrir landsleikjahléið. Þetta var fyrsti sigurinn hjá liðinu á þessu ári.


Hodgson stýrði Palace frá árinu 2017 til 2021 en hann sagðist vera hættur í þjálfun eftir síðasta tímabil. Palace heyrði hins vegar í kallinum eftir að Vieira var rekinn og ákvað hann því að taka slaginn. Hann byrjaði vel en liðið vann dramatískan sigur á Leicester.

„Þetta var frábær tilfinning, mikill léttir. Ef við horfðum á allar 90 mínúturnar, þá fannst mér sigurinn verðskuldaður. Við spiluðum sérstaklega vel í fyrri hálfleiknum, mér fannst gaman að horfa á okkur,” sagði Roy.

„Þetta er erfitt fyrir Brendan (Rodgers) og hans menn, að þurfa kyngja þessu. Við skoruðum úr síðasta skoti leiksins. Við spiluðum með mikilli ákefð og uppskárum eftir því. Orkan var mikil og við vissum að stuðningsmennirnir yrðu stressaðir, við vorum það líka.”

„Við vissum að þeir myndu styðja þétt við bakið á okkur og við gáfum þeim það sem þeir vildu. Við gátum skorað fleiri mörk í þessum leik.”

Pakkinn í neðri hluta deildarinnar er mjög þéttur en Palace er í tólfta sæti deildarinnar, fimm stigum frá fallsæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner