Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. maí 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar vildi ekki tjá sig um viðræður Sölva við Breiðablik
Sölvi Snær.
Sölvi Snær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli að Sölvi Snær Guðbjargarson var ekki í byrjunarliði Stjörnunnar þegar liðið mætti Leikni í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í gær.

Sölvi var á dögunum valinn í æfingahóp fyrir U21 landsliðið og er af mörgum talinn mest spennandi leikmaður félagsins. Hann á stutt eftir af samningi sínum við Stjörnuna og rataði það í fjölmiðla fyrir mót að Breiðablik hefði hafið viðræður við hann. Minna en sex mánuðir eru í að samninguri Sölva renni út og því mega önnur félög ræða við hann.

Stjarnan tók ekki vel í þetta uppátæki Breiðabliks og hætti við að spila æfingaleik gegn Blikum fyrir rúmri viku síðan. Stjarnan mætti þess í stað Val.

Anton Freyr Jónsson, fréttaritari Fótbolta.net á leik Stjörnunnar og Leiknis, spurði Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Stjörnunnar, út í Sölva eftir leik.

Af hverju byrjaðiru með Sölva Snæ á bekknum?

„Byrjuðum með okkar sterkasta byrjunarlið." Talað um að Blikar hafi verið í viðræðum við Sölva, er það eitthvað sem þú vilt tjá þig um? „Nei nei, ég ætla ekki tjá mig neitt um það," sagði Rúnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 0 Leiknir R.

Sölvi verður tvítugur í sumar og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2018. Hann á að baki sautján landsleiki fyrir yngri landsliðin.
Rúnar Páll: Gaman að þetta sé byrjað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner