Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. maí 2021 13:33
Victor Pálsson
Skotland: Rangers fór illa með Celtic
Mynd: Getty Images
Rangers er búið að tryggja sér skoska meistaratitilinn en liðið hefur spilað glimrandi vel undir stjórn Steven Gerrard.

Það fór fram risaslagur í Skotlandi í hádeginu en Gerrard og hans menn mættu þá erkifjendunum í Celtic.

Celtic var heilum 20 stigum á eftir Rangers fyrir leikinn í dag en það breyttist ekki eftir lokaflautið.

Rangers vann að lokum öruggan 4-1 heimasigur og er enn taplaust á toppnum með 96 stig eftir 36 leiki.

Kemar Roofe skoraði tvö mörk fyrir Rangers í leiknum og komst reynsluboltinn Jermaine Defoe einnig á blað.

Callum McGregor var skúrkur Celtic og var rekinn af velli þegar 26 mínútur voru liðnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner