Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   þri 02. maí 2023 11:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís vekur mikla athygli - Fór illa með varnarmenn Arsenal
Sveindís í leiknum á Emirates í gær.
Sveindís í leiknum á Emirates í gær.
Mynd: Getty Images
Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gær þriðji Íslendingurinn til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Það var uppselt á Emirates-vellinum í London í gær þegar Wolfsburg vann 3-2 sigur á Arsenal í framlengdum leik.

Sveindís Jane var í byrjunarliðinu hjá þýska liðinu í gær, en hún skoraði og lagði upp í fyrri leiknum. Hún hjálpaði sínu liði að komast í úrslitaleikinn.

Sveindís vakti athygli á samfélagsmiðlum fyrir frammistöðu sína í leiknum en á einum tímapunkti átti hún rosalegan sprett þar sem hún fór illa með varnarmenn Arsenal.

Hægt er að sjá myndband af sprettinum hér fyrir neðan.

Sveindís er þriðji Íslendingurinn til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen vann Meistaradeildina með Barcelona árið 2009 og Sara Björk Gunnarsdóttir varð tvívegis meistari með Lyon.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner