Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   sun 02. júlí 2017 19:33
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs um dómgæsluna: Fannst þetta brandari
Kvenaboltinn
Steini var eðlilega hundfúll með úrslitin á Kópavogsvelli
Steini var eðlilega hundfúll með úrslitin á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fúll. Við klárum ekki færin sem við erum að fá og erum ekki að nýta sénsana. Í fyrri hálfleik fannst mér við fá mjög góða sénsa. Í svona leikjum þarftu að nýta þá. Þær eru með manneskju sem að klárar færin sem hún fær og það er það sem skilur að“, sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, þegar Fótbolti.net náði tali af honum eftir tap gegn toppliði Þórs/KA.

Blikar höfðu eygt von um að saxa á forystu Þórs/KA en úrslit dagsins þýða að Blikar falla niður í 4. sæti deildarinnar og eru 7 stigum frá toppnum þegar deildin fer í "EM-pásu".

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Þór/KA

Steini segir Söndru Mayor hafa verið muninn á liðunum í dag en líkt og í síðustu viðureign liðanna var það hún sem að skoraði mörk Þórs/KA, nánast með 100% færanýtingu.

„Þær fengu eitt færi fyrir utan þessi mörk. Mér fannst ekkert vera að gerast hjá þeim. Mér fannst við vera með góð tök á þessu og engin hætta allan leikinn. Þetta er bara sama tuggan í öllum þremur leikjunum sem við höfum spilað við þær. Munurinn á þessum liðum er náttúrulega bara einn leikmaður sem klárar færin sem hún fær.“

Það var hart barist í leiknum en Steini var ekki ósáttur við að dómarinn leyfði hörku. Honum fannst dómarinn hinsvegar ekki halda sinni línu þegar hann dæmdi aukaspyrnu á Blika undir lok leiks. Úr þeirri aukaspyrnu kom sigurmarkið.

„Mér fannst þetta bara brandari. Hann var búinn að vera með sömu línu allan tímann. Leikmenn máttu kljást og leikmenn máttu toga. Ef þú hefur ekki pung til að halda út allan leikinn þá skaltu bara hætta að dæma,“ sagði Steini meðal annars, afar ósáttur við dómgæsluna í dag.

Leikurinn hófst ekki gæfulega fyrir Blika en Svava Rós Guðmundsdóttir þurfti að fara meidd af velli strax á upphafsmínútunum. Það hafði vissulega mikil áhrif á leik Breiðabliks.

„Það breytir ákveðnu jafnvægi í liðinu og það var mjög slæmt fyrir okkur,“ sagði Steini sem þurfti einnig að taka Rakel Hönnudóttur af velli vegna meiðsla í síðari hálfleik.

„Það er partur af þessu að þú getur lent í meiðslum en það er auðvitað dýrt að missa þetta sterka leikmenn.“

Framundan er mánaðarlöng pása í deildinni vegna Evrópumótsins en Steini sér ekki fram á að geta nýtt tímann vel þar sem fámennt verður í Kópavoginum. Fimm Blikar á leið á EM og aðrar fjórar á leið til Bandaríkjanna í nám, búnar að leika síðasta leik sinn í deildinni þetta sumarið.

„Ég get voða lítið gert. Er með fimm í landsliðsverkefni og það eru fjórar að fara til Bandaríkjanna þannig að ég er svosem ekki að fara að gera neitt gáfulegt.“
Athugasemdir
banner
banner