Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fim 02. júlí 2020 23:15
Gylfi Tryggvason
Albert Brynjar: Talað um að ég hafi farið hingað til að slaka á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir unnu sinn þriðja 3-0 sigur í deildinni í kvöld þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði fyrstu tvö mörkin. Hann var síðan tekinn út af. Var hann pirraður að fá ekki tækifæri á þrennunni?

„Yfirleitt hef ég tuðað mikið yfir því. Þetta gerðist nokkrum sinnum í vetur og ég lét þá heyra það þá en ég gat ekki kvartað í dag. Ég var algjörlega búinn. Við erum búnir að spila þrjá leiki í deild plús erfiðan bikarleik við ÍA sem tók mikið á. Ég fann fyrir þessum leikjum í dag þegar fór að líða á seinni hálfleikinn. Þannig að þessi skipting átti rétt á sér," sagði Albert brosandi.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  0 Njarðvík

Hvað finnst honum um að hafa tekið skrefið í 2. deild þegar honum bauðst að spila ofar? „Mér líður hrikalega vel í þessu liði af því að metnaðurinn og hugarfarið er svo hrikalega gott í öllu liðinu. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá, hvort sem það er á móti ÍA eða æfingaleikur við Val. Við nálgumst þetta mót til að vinna það.

„Margir hafa talað um að ég hafi farið í þetta lið til að slaka aðeins á en ég hef alltaf sagt að ég er fyrst og fremst kominn hingað til að hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum og ég er tilbúinn að hlaupa af mér rassgatið til að gera það."
Athugasemdir
banner