Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á því að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
   fim 02. júlí 2020 23:15
Gylfi Tryggvason
Albert Brynjar: Talað um að ég hafi farið hingað til að slaka á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir unnu sinn þriðja 3-0 sigur í deildinni í kvöld þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði fyrstu tvö mörkin. Hann var síðan tekinn út af. Var hann pirraður að fá ekki tækifæri á þrennunni?

„Yfirleitt hef ég tuðað mikið yfir því. Þetta gerðist nokkrum sinnum í vetur og ég lét þá heyra það þá en ég gat ekki kvartað í dag. Ég var algjörlega búinn. Við erum búnir að spila þrjá leiki í deild plús erfiðan bikarleik við ÍA sem tók mikið á. Ég fann fyrir þessum leikjum í dag þegar fór að líða á seinni hálfleikinn. Þannig að þessi skipting átti rétt á sér," sagði Albert brosandi.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  0 Njarðvík

Hvað finnst honum um að hafa tekið skrefið í 2. deild þegar honum bauðst að spila ofar? „Mér líður hrikalega vel í þessu liði af því að metnaðurinn og hugarfarið er svo hrikalega gott í öllu liðinu. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá, hvort sem það er á móti ÍA eða æfingaleikur við Val. Við nálgumst þetta mót til að vinna það.

„Margir hafa talað um að ég hafi farið í þetta lið til að slaka aðeins á en ég hef alltaf sagt að ég er fyrst og fremst kominn hingað til að hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum og ég er tilbúinn að hlaupa af mér rassgatið til að gera það."
Athugasemdir
banner