Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 02. júlí 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Arteta mjög bjartsýnn á að Aubameyang geri nýjan samning
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist vera mjög bjartsýnn á að Pierre-Emerick Aubameyang geri nýjan samning við félagið.

Aubameyang skoraði tvisvar í 4-0 sigri Arsenal á Norwich í gær og skoraði um leið fimmtugasta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni í 79 deildarleikjum.

Aubameyang verður samningslaus eftir ár en enginn annar leikmaður Arsenal hefur verið eins fljótur upp í 50 deildarmörk.

„Vonandi verður hann hér í langan tíma," sagði Arteta eftir leikinn í gær.

„Alltaf þegar ég tala við hann segist hann vera mjög ánægður með hvar hann er, hann hefur komið sér vel fyrir og hann og fjölskylda hans eru ánægð."
Athugasemdir