Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fim 02. júlí 2020 21:55
Anton Freyr Jónsson
Gunni Guðmunds: Við eigum ekki von á honum strax inn
Lengjudeildin
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar Reykjavík
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar Reykjavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavík og Þór Akureyri mættust á Eimskipsvellinum í kvöld í 3.umferð Lengjudeildarinnar og höfðu Þórsarar betur 2-0. Alvaro Montejo og Jóhann Helgi skoruðu mörk Þórs og eru Þórsarar með fullt hús stiga en Þróttarar án stiga.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  2 Þór

Gunnar Guðmundsson var svekktur að leikslokum eftir tapið gegn Þór.

„Bara vonbrigði, vonbrigði með frammistöðuna hjá okkur, við vorum ekki góðir í dag. Við gefum tvö mörk í fyrri hálfleik og Þórsararnir bara sterkari en við og við fundum ekki neinar leiðir til að skapa okkur færi heldur á móti þeim. Þórsararnir voru bara betri en við í dag."

Leikurinn var kaflaskiptur en Þórsarar klára Þróttara í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik ná Þróttarar að halda aðeins meira í boltan en ná ekki að finna opnanir á vörn Þórs og var Gunni spurður út í það.

„Já ég meina, það er bara ekki nóg að halda bolta og spila í kringum vörnina, þú verður að skapa þér færi. Við vorum bara ekki nógu grimmir að fara bakvið þá og skapa eitthvað, hreyfingin var ekki nóg í dag hjá liðinu. Það vantaði bara meira frumkvæði hjá okkur í dag heldur en við sýndum. Við höfum engar afsakanir með það, við þurfum bara að girða okkur í brók og mæta klárir í næsta leik."

Dion Acoff er enþá frá vegna meiðsla og Gunnar var spurður út í stöðuna á honum

„Hann verður eitthvað lengur frá, við eigum ekki von á honum strax inn, það gætu verið einhverjar 2 eða 3 vikur í viðbót."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner