Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 02. júlí 2020 21:55
Anton Freyr Jónsson
Gunni Guðmunds: Við eigum ekki von á honum strax inn
Lengjudeildin
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar Reykjavík
Gunnar Guðmundsson þjálfari Þróttar Reykjavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavík og Þór Akureyri mættust á Eimskipsvellinum í kvöld í 3.umferð Lengjudeildarinnar og höfðu Þórsarar betur 2-0. Alvaro Montejo og Jóhann Helgi skoruðu mörk Þórs og eru Þórsarar með fullt hús stiga en Þróttarar án stiga.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  2 Þór

Gunnar Guðmundsson var svekktur að leikslokum eftir tapið gegn Þór.

„Bara vonbrigði, vonbrigði með frammistöðuna hjá okkur, við vorum ekki góðir í dag. Við gefum tvö mörk í fyrri hálfleik og Þórsararnir bara sterkari en við og við fundum ekki neinar leiðir til að skapa okkur færi heldur á móti þeim. Þórsararnir voru bara betri en við í dag."

Leikurinn var kaflaskiptur en Þórsarar klára Þróttara í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik ná Þróttarar að halda aðeins meira í boltan en ná ekki að finna opnanir á vörn Þórs og var Gunni spurður út í það.

„Já ég meina, það er bara ekki nóg að halda bolta og spila í kringum vörnina, þú verður að skapa þér færi. Við vorum bara ekki nógu grimmir að fara bakvið þá og skapa eitthvað, hreyfingin var ekki nóg í dag hjá liðinu. Það vantaði bara meira frumkvæði hjá okkur í dag heldur en við sýndum. Við höfum engar afsakanir með það, við þurfum bara að girða okkur í brók og mæta klárir í næsta leik."

Dion Acoff er enþá frá vegna meiðsla og Gunnar var spurður út í stöðuna á honum

„Hann verður eitthvað lengur frá, við eigum ekki von á honum strax inn, það gætu verið einhverjar 2 eða 3 vikur í viðbót."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner