Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 02. júlí 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR á botninum - „Skil ekki pælinguna hjá þeim"
KR hefur ekki byrjað Pepsi Max-deildina vel.
KR hefur ekki byrjað Pepsi Max-deildina vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur farið hörmulega af stað í Pepsi Max-deild kvenna og er liðið á botni deildarinnar eftir að hafa spilað þrjá leiki. Liðið er með markatöluna 1:12.

KR var spáð fjórða sæti fyrir mót eftir að hafa styrkt sig með mörgum hæfileikaríkum leikmönnum í vetur. Ana Victoria Cate, Katrín Ásbjörnsdóttir, Lára Kristín Pedersen og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir komu meðal annars, en þær voru allar í sigursælu liði Stjörnunnar fyrir nokkrum árum.

Rætt var um slakt gengi liðsins í hlaðvarpsþættinum Heimavellinum á dögunum. Þess ber þó að geta að KR hefur leikið gegn Breiðabliki, Fylki og Val í fyrstu þremur leikjum sínum.

„Ef maður horfir á blaðið, KR á blaði, þá er þetta mjög sterkt lið. KR inn á velli, það er ekki sama sagan," sagði Steinunn Sigurjónsdóttir, knattspyrnuþjálfari.

„Ég skil ekki pælinguna hjá þeim. Ég veit ekki hvað þær eru að reyna í leik, þetta er gamli skólinn - 'kick and run'. Ég veit ekki einu sinni hvaða leikkerfi þær eru með, þær eru bara út um allt," sagði Berglind Hrund Jónasdóttir, fyrrum markvörður Stjörnunnar.

„Þær (leikmenn KR) eru búnar að toppa, það er bara svoleiðis," sagði Steinunn.

„Þú ert með eins og Katrínu Ásbjörns sem var að eignast barn og er ekki búin að spila lengi. Hún þarf að fá að spila í góðan tíma. Ég hef spilað og æft með henni, þú gætir ekki fundið metnaðarfullri manneskju. Ana Cate líka. Hausinn þeirra er kominn lengra en þær sem það geta leyft sér. Þetta KR lið hefur ekki spilað mikið saman. Þær eru líka alltof þungar," sagði Berglind og bætti við:

„Ég trúi ekki að KR sé að fara að skíta meira á sig."

KR er í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveiruna. Síðasti leikur KR var gegn Blikum. Búið er að fresta næstu tveimur leikjum KR í Pepsi Max-deildinni, gegn FH og Selfossi.

Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér að neðan.
Heimavöllurinn - Hlín machine, Þróttur þorir og KR í bullandi brasi
Athugasemdir
banner
banner
banner