Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona hætt að eltast við Lewandowski?
Robert Lewandowski
Robert Lewandowski
Mynd: EPA
Barcelona er að gefast upp á því að eltast við pólska framherjann Robert Lewandowski en viðræður félagsins við Bayern München hafa gengið erfiðleika síðustu vikur.

Lewandowski, sem verður 34 ára gamall í næsta mánuði, hefur ekki farið leynt með það að hann vilji fara frá Bayern í sumar en þýska félagið neitar að selja hann.

Leikmaðurinn var búinn að ná samkomulagi um kaup og kjör við Barcelona og allt frágengið þar en Bayern hefur hafnað þremur tilboðum frá spænska félaginu.

Bayern verðmetur hann á rúmar 70 milljónir evra en nú er Barcelona komið með fjármagnið sem þurfti til að kaupa hann.

Félagið seldi 10 prósent af sjónvarpsrétti sínum fyrir 207 milljónir evra en Barcelona er hikandi við það að leggja fram fjórða tilboðið í Lewandowski.

Barcelona ætlar að kæla viðræðurnar í bili en Lewandowski á að mæta aftur til æfinga hjá Bayern þann 12. júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner