Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 16:51
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham staðfestir komu Grétars
Grétar Rafn Steinsson hefur hafið störf hjá Tottenham
Grétar Rafn Steinsson hefur hafið störf hjá Tottenham
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur hefur staðfest komu Grétars Rafns Steinssonar en hann mun starfa náið með Fabio Paratici, yfirmanni íþróttamála. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

Grétar er fyrrum landsliðsmaður Íslands sem lék lengi sem bakvörður erlendis; í Sviss, Hollandi Tyrklandi og á Englandi. Að loknum leikmannsferlinum lauk Grétar Rafn meistaranámi í íþróttastjórnun við Johann Cruyff stofnunina í Barcelona og er hann einnig útskrifaður sem Level 5 Technical Director frá enska fótboltasambandinu.

Grétar hefur starfað á Englandi síðustu ár, fyrst sem yfirmaður fótboltamála hjá Fleetwood Town og svo var hann í stóru hlutverki á bak við tjöldin hjá Everton í leikmannamálum félagsins.

Hann hefur síðustu mánuði unnið fyrir KSÍ sem tæknilegur ráðgjafi og unnið að því að efla starf sambandsins en er nú hættur þar og tekinn við starfi hjá Tottenham.

Grétar mun vinna náið með Fabio Paratici, yfirmanni íþróttamála, og verður hann þá mikið í kringum aðal- og ungalingalið félagsins, en starfið er víðamikið og mun hann einnig koma að íþróttavísindum og leikmannamálum.

Sjá einnig:
Grétar fyrirlítur kjaftæði, talar hreint út og er með handaband úr stáli


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner