Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. ágúst 2021 10:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane mætti ekki á æfingu Tottenham
Harry Kane skrópaði á æfingu.
Harry Kane skrópaði á æfingu.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt fréttum Sky Sports mætti Harry Kane ekki á æfingu hjá Tottenham í morgun, hann er sagður vilja fara frá félaginu.

Eins og flestir vita var Kane með enska landsliðinu sem komst í úrslit á EM í sumar. Hann, eins og aðrir landsliðsmenn fengu frí eftir mótið en hann átti að snúa aftur til æfinga í morgun.

Hann var hinsvegar ekki mættur en það er talið vera í mótmælaskyni þar sem hann vill fara frá félaginu.

Hann vill meina að hann sé búinn að gera heiðursmannasamkomulag við Daniel Levy eiganda Tottenham um að hann megi fara frá félaginu. Manchester City hefur boðið 100 milljónir punda í hann en Tottenham er sagt vilja fá 120 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner