Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 02. ágúst 2021 16:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi að skrifa undir nýjan 5 ára samning
SPORT.ES greinir frá því að Barcelona hefur náð að semja við Lionel Messi um nýjan samning.

Hann mun skrifa undir fimm ára samning á næstu dögum en fréttir herma að Barcelona hafi náð samkomulagi við faðir Messi í dag.

Þetta þýðir að hann verður með samning hjá Barcelona þangað til hann verður tæplega fertugur.

Viðræður hafa staðið yfir í mánuð eða síðan samningur hans við Barcelona rann út um síðustu mánaðarmót. Það er talið að hann hafi tekið á sig 50% launalækkun en þrátt fyrir það þarf félagið minnka launakosnað félagsins enn frekar til að geta skráð hann í hópinn fyrri komandi tímabil.
Athugasemdir
banner