Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 02. ágúst 2021 22:01
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Virkilega stoltur af mínum mönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld unnu Breiðablik frábæran sigur á Víkingum 4-0 í Pepsi-Max deild karla. Jason Daði skoraði fyrstu tvö svo bættu Viktor Örn Margeirsson og Gísli Eyjólfsson.

"Ég er auðvitað bara mjög sáttur, það tók okkur smá tíma að byrja leikinn en eftir að við fundum taktinn kannski frá mínútu 15 þá fannst mér við virkilega flottir og ég er virkilega stoltur af mínum mönnum fyrir frammistöðuna"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Horfði Óskar á þennan leik þannig að Blikar þurftu að vinna til að halda sér í toppbaráttunni?

"Nei ég gerði það ekki en ég skil þig alveg að það var auðvelt að það var hægt að setja þetta upp sem must win leik en við gerðum það ekki, aðal málið fyrir okkur var að byggja ofan á góðar frammistöður í síðustu leikjum og halda áfram að bæta okkur og sjá hverju það skilaði. Það hélst í hendur í dag, góð frammistaða og góð úrslit en það gerir það ekki alltaf, það hélst ekki í hendur gegn Keflavík en ég er bara mjög ánægður með þetta"

Hvernig horfir Óskar á þennan leik miðað við tapið í fyrri leiknum?

" Mér fannst þetta ólíkt þeim leik, við vorum ekki í takti í þeim leik, við vorum aðeins litlir í okkur og ekki með mikið sjálfstraust og það var taktleysi í spilinu hjá okkur. Í dag var bara annað upp á teningnum, liðið er búið að taka stór skref fram á við og mér fannst frammistaðan í dag sýna það þannig ég held að það sé aðal munurinn"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Óskar um stöðu Alexanders Helga sem fór meiddur út af og komandi evrópuleiki gegn Aberdeen.
Athugasemdir
banner
banner