Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   mán 02. ágúst 2021 22:01
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Virkilega stoltur af mínum mönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld unnu Breiðablik frábæran sigur á Víkingum 4-0 í Pepsi-Max deild karla. Jason Daði skoraði fyrstu tvö svo bættu Viktor Örn Margeirsson og Gísli Eyjólfsson.

"Ég er auðvitað bara mjög sáttur, það tók okkur smá tíma að byrja leikinn en eftir að við fundum taktinn kannski frá mínútu 15 þá fannst mér við virkilega flottir og ég er virkilega stoltur af mínum mönnum fyrir frammistöðuna"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Horfði Óskar á þennan leik þannig að Blikar þurftu að vinna til að halda sér í toppbaráttunni?

"Nei ég gerði það ekki en ég skil þig alveg að það var auðvelt að það var hægt að setja þetta upp sem must win leik en við gerðum það ekki, aðal málið fyrir okkur var að byggja ofan á góðar frammistöður í síðustu leikjum og halda áfram að bæta okkur og sjá hverju það skilaði. Það hélst í hendur í dag, góð frammistaða og góð úrslit en það gerir það ekki alltaf, það hélst ekki í hendur gegn Keflavík en ég er bara mjög ánægður með þetta"

Hvernig horfir Óskar á þennan leik miðað við tapið í fyrri leiknum?

" Mér fannst þetta ólíkt þeim leik, við vorum ekki í takti í þeim leik, við vorum aðeins litlir í okkur og ekki með mikið sjálfstraust og það var taktleysi í spilinu hjá okkur. Í dag var bara annað upp á teningnum, liðið er búið að taka stór skref fram á við og mér fannst frammistaðan í dag sýna það þannig ég held að það sé aðal munurinn"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Óskar um stöðu Alexanders Helga sem fór meiddur út af og komandi evrópuleiki gegn Aberdeen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner