Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
   mán 02. ágúst 2021 22:01
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Virkilega stoltur af mínum mönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld unnu Breiðablik frábæran sigur á Víkingum 4-0 í Pepsi-Max deild karla. Jason Daði skoraði fyrstu tvö svo bættu Viktor Örn Margeirsson og Gísli Eyjólfsson.

"Ég er auðvitað bara mjög sáttur, það tók okkur smá tíma að byrja leikinn en eftir að við fundum taktinn kannski frá mínútu 15 þá fannst mér við virkilega flottir og ég er virkilega stoltur af mínum mönnum fyrir frammistöðuna"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Horfði Óskar á þennan leik þannig að Blikar þurftu að vinna til að halda sér í toppbaráttunni?

"Nei ég gerði það ekki en ég skil þig alveg að það var auðvelt að það var hægt að setja þetta upp sem must win leik en við gerðum það ekki, aðal málið fyrir okkur var að byggja ofan á góðar frammistöður í síðustu leikjum og halda áfram að bæta okkur og sjá hverju það skilaði. Það hélst í hendur í dag, góð frammistaða og góð úrslit en það gerir það ekki alltaf, það hélst ekki í hendur gegn Keflavík en ég er bara mjög ánægður með þetta"

Hvernig horfir Óskar á þennan leik miðað við tapið í fyrri leiknum?

" Mér fannst þetta ólíkt þeim leik, við vorum ekki í takti í þeim leik, við vorum aðeins litlir í okkur og ekki með mikið sjálfstraust og það var taktleysi í spilinu hjá okkur. Í dag var bara annað upp á teningnum, liðið er búið að taka stór skref fram á við og mér fannst frammistaðan í dag sýna það þannig ég held að það sé aðal munurinn"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Óskar um stöðu Alexanders Helga sem fór meiddur út af og komandi evrópuleiki gegn Aberdeen.
Athugasemdir
banner