Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
banner
   mán 02. ágúst 2021 22:01
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Virkilega stoltur af mínum mönnum
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld unnu Breiðablik frábæran sigur á Víkingum 4-0 í Pepsi-Max deild karla. Jason Daði skoraði fyrstu tvö svo bættu Viktor Örn Margeirsson og Gísli Eyjólfsson.

"Ég er auðvitað bara mjög sáttur, það tók okkur smá tíma að byrja leikinn en eftir að við fundum taktinn kannski frá mínútu 15 þá fannst mér við virkilega flottir og ég er virkilega stoltur af mínum mönnum fyrir frammistöðuna"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Horfði Óskar á þennan leik þannig að Blikar þurftu að vinna til að halda sér í toppbaráttunni?

"Nei ég gerði það ekki en ég skil þig alveg að það var auðvelt að það var hægt að setja þetta upp sem must win leik en við gerðum það ekki, aðal málið fyrir okkur var að byggja ofan á góðar frammistöður í síðustu leikjum og halda áfram að bæta okkur og sjá hverju það skilaði. Það hélst í hendur í dag, góð frammistaða og góð úrslit en það gerir það ekki alltaf, það hélst ekki í hendur gegn Keflavík en ég er bara mjög ánægður með þetta"

Hvernig horfir Óskar á þennan leik miðað við tapið í fyrri leiknum?

" Mér fannst þetta ólíkt þeim leik, við vorum ekki í takti í þeim leik, við vorum aðeins litlir í okkur og ekki með mikið sjálfstraust og það var taktleysi í spilinu hjá okkur. Í dag var bara annað upp á teningnum, liðið er búið að taka stór skref fram á við og mér fannst frammistaðan í dag sýna það þannig ég held að það sé aðal munurinn"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Óskar um stöðu Alexanders Helga sem fór meiddur út af og komandi evrópuleiki gegn Aberdeen.
Athugasemdir
banner
banner