Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 02. ágúst 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bale talar spænsku við liðsfélagana í Los Angeles
Mynd: Getty Images

Gareth Bale er leikmaður Los Angeles FC í MLS deildinni og gaf liðsfélagi hans Ilie Sánchez, spænskur miðjumaður, viðtal við AS um helgina.


Sanchez ræddi meðal annars um Bale í viðtalinu og tók fram að hann talaði reiprennandi spænsku.

Bale var lengi vel í hálfgerðu stríði við fjölmiðla þar sem hann naut þess að spila með hinum ýmsu sögum sem voru spunnar um hann. Ein þeirra var sú saga að hann væri varla búinn að læra stakt orð í spænsku þrátt fyrir að hafa verið leikmaður Real Madrid í fleiri ár.

„Gareth talar alltaf spænsku við mig. Ég er eini Spánverjinn í hópnum en það er mikið af leikmönnum frá Suður- og Mið-Ameríku og hann vill bara tala spænsku við okkur," sagði Sanchez.

„Stundum segjum við eitthvað við hann á ensku en hann svarar bara á spænsku! Hann er mjög mikið partur af hópnum, það hefur verið æðislegt að fá hann og Chiellini inn."

Það mun seint gleymast þegar Bale og liðsfélagar hans í Wales gerðu grín að fjölmiðlum í fagnaðarlátum sínum. Þar mættu þeir með velska fánann og höfðu prentað textann: 'Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð' á fánann. 

Þar vitnuðu þeir í umræðuna sem talaði um að Bale væri áhugalaus í Madríd og að golf væri hærra skrifað í forgangsröðuninni hans heldur en velgengi spænska stórveldisins.


Athugasemdir
banner
banner
banner