Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 02. ágúst 2024 14:58
Elvar Geir Magnússon
Ólympíuleikarnir: Marokkó niðurlægði Bandaríkin
Achraf Hakimi var meðal markaskorara
Achraf Hakimi var meðal markaskorara
Mynd: Getty Images
Marokkó 4 - 0 Bandaríkin
1-0 Soufiane Rahimi (víti)
2-0 Ilias Akhomach
3-0 Achraf Hakimi
4-0 Mehdi Maouhoub (víti)

„Það er gjá í Miðjarðarhafsstærð á milli þessara tveggja hliða," sagði Beau Dure textalýsandi Guardian um viðureign Marokkó og Bandaríkjanna í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna.

„Þessi leikur vekur upp spurningar um unglingastarf í bandarískum fótbolta. Marokkó getur einfaldlega gert hvað sem það vill með boltann. Það lítur út fyrir að þeir gætu auðveldlega skapað sér fleiri færi."

Marokkó hafði mikla yfirburði, lék sér að bandaríska liðinu og vann leikinn 4-0. Marokkó mun mæta sigurvegaranum úr leik Japans og Spánar, sem hefst núna klukkan 15, í undanúrslitum á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner