
Víkingur Ólafsvík og Fram áttust við í 15. umferð Lengjudeildar Karla í Safamýri í kvöld en leikar enduðu með jafntefli, 1-1, þar sem bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Guðjón Þórðarson þjálfari Víkinga var ánægður að leik loknum og sáttur með að ná í eitt stig.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 1 Víkingur Ó.
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Fram liðið er mjög gott lið og vel spilandi. Færa boltann vel og passa boltann vel þannig að vissum að þetta yrði mikil vinna sem yrði að leggja í leikinn. Við fengum gott mark í byrjun seinni hálfleiks. Gott víti, góð sókn, reyndar sko''.
Víkingar voru lengi vel yfir en lögðust mjög aftarlega eftir því sem leið á seinni hálfleikinn.
„Við bökkuðum of mikið. Þegar mikil pressa er þá er besta leiðin til að díla við pressuna að taka boltann og passa boltann og flytja boltann í liðinu. Við gerðum það ekki nógu vel og þessa vegna buðum við Frömurum upp á að koma meira inn í hættusvæðið.''
„Fyrir rest held ég að við megum bara þakka fyrir jafntefli. Jafntefli var bara úrslit sem við getum fyrirfram verið mjög sáttir við og ég er sáttur við punktinn hérna á móti toppliði Fram''.
Það hefur ýmislegt gengið á í Ólafsvík á þessu tímabili. Á dögunum var Emir Dokara sendur í leyfi út tímabilið. Sjálfur segist hann hafa verið rekinn af þjálfara liðsins. Guðjón hafði engan áhuga á að tjá sig um það mál, vildi einungis tala um leikinn í kvöld.
Frammistaða Víkinga hefur farið batnandi. Þeir náðu jafntefli á móti ÍBV og ná svo líka í eitt stig á móti Fram. Guðjón telur liðið vera á réttri leið.
„Við erum á réttri leið. Það vantaði örlítið upp á hér í dag að fá betri úrslit. Alveg sama á móti Vestmannaeyjum heima um daginn. Við vorum tíu í klukkutíma. Þar stóð liðið sig vel og liðsandinn var góður. Við erum alveg sáttir með það. Það er betra að taka eitt skref og komast það''.
Athugasemdir