„Ég horfi klárlega á þetta sem tvö töpuð stig.“ sagði Árni Guðna, þjálfari ÍR, eftir 0-0 jafntefli gegn toppliði Dalvíkinga í dag
Lestu um leikinn: ÍR 0 - 0 Dalvík/Reynir
Árni var sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum í dag.
„Mér fannst frammistaðan bara fín. Völlurinn var kannski ekki góður en veðrið heldur ekki gott, það var mikill hliðarvindur. Við áttum erfitt með að fara upp hægra meginn í fyrri hálfleik og vinstra meginn í seinni hálfleik. Eina liðið á vellinum sem vildi skora mark vorum við. Þeir pökkuðu bara í vörn og eru kannski að verja einhverja forystu sem þeir eru með en mér fannst við töluvert sterkari aðilinn.“
Leiknum var seinkað um hálftíma í dag útaf vellinum. Árni var spurður út í það hvort hann hafi fengið einhverjar útskýringar á því.
„Nei Jói fór í það að tala við dómarana fyrir leik, hann er töluvert betri í því en ég. Það var bara einhver hola á vellinum. Þeir vildu ekki að leikurin færi fram ef að þessi hola væri inn á. Það var settur bara sandur í hana og eitthvað gúmmi og vandamálið leyst.“
Dalvíkingar fengu að líta rauða spjaldið í dag en Árn var á því að þetta hafi alltaf verið rautt spjald.
„Jú klárlega. Hann var ekkert kominn einn í gegn, þetta var bara gróf rækling sem verðskuldaði rautt spjald. Mér fannst eins og leikurinn dó eftir rauða spjaldið. Þeir töfðu og gerðu það vel. Fram að rauða spjaldinu vorum við mun betri aðilinn.“
Það voru einhver köll fyrir vítaspyrnu í lokin hjá ÍR en Árni vildi meina það að þetta hafi ekki verið rautt spjald.
„Ég held að þetta hafi ekki verið víti. Mér fannst við átt að fá víti fyrr í leiknum og þeir. Mér fannst dómarinn bara fínn. Við hefðum átt að gera betur á nokkrum stöðum, þá hefði ég verið glaðari í dag.“
Það er ljóst að ÍR þarf að vinna rest ef þeir ætla að komast upp en Árni ræddi möguleika ÍR á því að fara upp.
„Við þurfum bara að vinna þá og við gerum það gefur það augaleið að markatalan okkar verður betri og þeirr verri. Þá erum við komnir fyrir ofan þá. En svo eru það Víkingur Ólafsvík fyrir neðan og þeir geta jafnað okkur líka. Við erum samt með töluvert betri markatölu en þeir en einu sinni vann Víkingur Reykjavík Völsung 17-0. Það getur ýmislegt gert en við þurfum bara að vinna rest og sjá hvað það gefur okkur.“ sagði Árni Guðna, þjálfari ÍR-inga að lokum eftir 0-0 jafntefli við Dalvík/Reyni.























