Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 02. september 2023 18:02
Sölvi Haraldsson
Árni Guðna: Eina liðið á vellinum sem vildi skora vorum við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég horfi klárlega á þetta sem tvö töpuð stig.“ sagði Árni Guðna, þjálfari ÍR, eftir 0-0 jafntefli gegn toppliði Dalvíkinga í dag


Lestu um leikinn: ÍR 0 -  0 Dalvík/Reynir

Árni var sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum í dag. 

„Mér fannst frammistaðan bara fín. Völlurinn var kannski ekki góður en veðrið heldur ekki gott, það var mikill hliðarvindur. Við áttum erfitt með að fara upp hægra meginn í fyrri hálfleik og vinstra meginn í seinni hálfleik. Eina liðið á vellinum sem vildi skora mark vorum við. Þeir pökkuðu bara í vörn og eru kannski að verja einhverja forystu sem þeir eru með en mér fannst við töluvert sterkari aðilinn.“

Leiknum var seinkað um hálftíma í dag útaf vellinum. Árni var spurður út í það hvort hann hafi fengið einhverjar útskýringar á því.

„Nei Jói fór í það að tala við dómarana fyrir leik, hann er töluvert betri í því en ég. Það var bara einhver hola á vellinum. Þeir vildu ekki að leikurin færi fram ef að þessi hola væri inn á. Það var settur bara sandur í hana og eitthvað gúmmi og vandamálið leyst.“

Dalvíkingar fengu að líta rauða spjaldið í dag en Árn var á því að þetta hafi alltaf verið rautt spjald.

„Jú klárlega. Hann var ekkert kominn einn í gegn, þetta var bara gróf rækling sem verðskuldaði rautt spjald. Mér fannst eins og leikurinn dó eftir rauða spjaldið. Þeir töfðu og gerðu það vel. Fram að rauða spjaldinu vorum við mun betri aðilinn.“

Það voru einhver köll fyrir vítaspyrnu í lokin hjá ÍR en Árni vildi meina það að þetta hafi ekki verið rautt spjald.

„Ég held að þetta hafi ekki verið víti. Mér fannst við átt að fá víti fyrr í leiknum og þeir. Mér fannst dómarinn bara fínn. Við hefðum átt að gera betur á nokkrum stöðum, þá hefði ég verið glaðari í dag.“

Það er ljóst að ÍR þarf að vinna rest ef þeir ætla að komast upp en Árni ræddi möguleika ÍR á því að fara upp. 

„Við þurfum bara að vinna þá og við gerum það gefur það augaleið að markatalan okkar verður betri og þeirr verri. Þá erum við komnir fyrir ofan þá. En svo eru það Víkingur Ólafsvík fyrir neðan og þeir geta jafnað okkur líka. Við erum samt með töluvert betri markatölu en þeir en einu sinni vann Víkingur Reykjavík Völsung 17-0. Það getur ýmislegt gert en við þurfum bara að vinna rest og sjá hvað það gefur okkur.“ sagði Árni Guðna, þjálfari ÍR-inga að lokum eftir 0-0 jafntefli við Dalvík/Reyni.


Athugasemdir
banner
banner