Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 02. september 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reyna á fullu að finna arftaka Orra
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
FC Kaupmannahöfn er núna á fullu við að reyna að finna mann í staðinn fyrir Orra Stein Óskarsson.

Orri Steinn var seldur til Real Sociedad síðasta föstudag fyrir 20 milljónir evra. Er það stærsta sala í sögu FC Kaupmannahafnar og stærstu kaup í sögu Sociedad.

Orri var mikilvægur fyrir FCK en félagið ætlar að reyna að sækja nýjan sóknarmann í dag áður en glugginn lokar.

Fréttamaðurinn Farzam Abolhosseini segir frá því að German Onugkha sé á óskalistanum.

Onugkha er á mála hjá Vejle en hann var markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar á síðustu leiktíð með 15 mörk. „Það gæti vel verið að hann endi í höfuðborginni," segir Abolhosseini.

German Onugkha, sem er 28 ára gamall Rússi, hefur leikið með Vejle frá 2021.




Athugasemdir
banner
banner
banner