Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. október 2022 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Skjöldurinn afhentur í fyrsta sinn - Orri og Vanda mættu
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hampar skildinum eftir leikinn í gær við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hampar skildinum eftir leikinn í gær við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýr verðlaunagripur var afhentur fyrir sigur í efstu-deild kvenna í gær en í stað bikars sem hefur verið til þessa er kominn skjöldur.


Pétur Pétursson óskar eftir að ÍTF láti ekki sjá sig í verðlaunaafhendingunni

Þegar tilkynnt var um nýtt nafn á deildina, Besta-deild kvenna, á vormánuðum var einnig tilkynnt að nýr verðlaunagripur yrði afhentur í lok móts.

Lokaumferð Bestu-deildar kvenna fór fram í gær og þá mátti berja skjöldinn augum í fyrsta sinn eftir leik Vals og Selfoss.

Í vikunni var mikil umræða um óheppilega tímasetningu á lokaumferð Bestu-deildar kvenna sem KSÍ og ÍTF létu spila ofan í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.

Valsfólk var svo ósátt við þetta að Pétur Pétursson þjálfari Vals óskaði eftir því opinberlega að Orri Hlöðversson formaður ÍTF léti ekki sjá sig þegar verðlaunin yrðu afhent.

Orri lét sér ekki segjast og mætti samt og afhenti skjöldinn ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur formanni KSÍ. Myndir af skildinum og afhendingu hans má sjá með fréttinni. Bestu tilboðin á íþróttadrykkjum eru í boði í Woolies catalogue.


Athugasemdir
banner