Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 02. október 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eidevall: Við höfum ekki mikinn tíma
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jonas Eidevall, knattspyrnustjóri kvennaliðs Arsenal, biður stuðningsmenn um að gefa liðinu fleiri tækifæri eftir slaka byrjun á tímabilinu.

Arsenal tapaði opnunarleik nýs ofurdeildartímabils á heimavelli gegn Liverpool um helgina, fyrir framan metfjölda áhorfenda á leik í efstu deild kvenna á Englandi.

Fyrir það hafði Arsenal dottið úr leik í forkeppni Meistaradeildar kvenna eftir tap gegn Paris FC.

„Við verðum að gera betur. Við erum að spila undir getu og við verðum að laga það sem fyrst. Við höfum ekki mikinn tíma," sagði Eidevall eftir tapið gegn Liverpool, en þá er Arsenal búið að tapa þremur deildarleikjum í röð án þess að skora mark eftir að hafa tapað tveimur síðustu leikjunum á síðustu leiktíð.

Búist er við að Arsenal berjist um Englandsmeistaratitilinn eins og vanalega, en liðið komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.

„Hvað sem gerðist í Meistaradeildinni þá eru verulega mikil vonbrigði að tapa þessum heimaleik fyrir framan 54 þúsund manns. Það eru vonbrigði að hafa ekki getað gefið þessum áhorfendum frammistöðuna sem þeir áttu skilið. Stuðningurinn allt til enda leiksins í dag var ótrúlegur. Ég bið ykkur um fleiri tækifæri, við munum gera betur."

Næsti leikur Arsenal er stórleikur á útivelli gegn Manchester United, sem endaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

„Það er enginn sem vill ná meiri árangri heldur en ég. Ég þrái að vinna hvern einasta leik, það er ekkert sem mun breyta því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner