Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 02. október 2023 21:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óðinsvéum
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er það sem kallað er karakterssigur, Mér fannt við byrja leikinn frekar illa, síðan unnum við okkur inn í leikinn og nýttum okkur það klárlega að þeirra aðdáendur eru dálítið á móti liðinu, eins og allir heyrðu á vellinum í dag. Virkilega góð þrjú stig," sagði Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby, eftir 1-2 útisigur liðsins gegn OB í dönsku Superliga.

Á eftir að spila í einni af topp þremur deildum Evrópu
Markvörður Lyngby, Mads Kikkenborg, átti stórleik í markinu og varði oft á tíðum meistaralega.

„Þetta er einn besti markmaðurinn í deildinni, hann er búinn að bæta sig mikið á síðasta ári, var líka ógeðslega mikilvægur þegar við héldum okkur uppi. Hann á svo bjarta framtíð fyrir sér, hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu, það er 100%."

Næstum allir spila í gegnum einhver meiðsli
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, sagði frá því í viðtali eftir leikinn að Sævar væri að glíma við nárameiðsli. Sævar er kviðslitinn, er með 'sports hernia' og er að spila í gegnum það.

„Næstum hver einasti fótboltamaður er með meiðsli og stundum þarftu að bíta á jaxlinn til að komast í gegnum leikina. Þetta er búið að vera smá erfitt fyrir mig, lenti í þessu í byrjun tímabilsins."

„Já, þetta er það (vont á meðan leikurinn er í gangi), en það er erfiðara að æfa. Ég hef verið að taka verkjatöflur. Svona er þetta bara og ég mun alveg komast í gegnum þetta."


Rekinn á morgun?
Sævar nefndi andrúmsloftið á heimavelli OB í kvöld. Það voru mótmæli í kringum leikinn og mikil óánægja með gengi liðsins. Stuðningsmenn vilja fá þjálfarann, Andreas Alm, í burtu.

„Þetta er rosalega skrítið, í rauninni í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu síðan ég kom til Danmerkur. Við fundum það í upphitun, svo fyrstu fimm mínútur leiksins var bara hljótt á vellinum og heyrðist bara í okkar stuðningsmönnum út af því það var verið að mótmæla einhverju. Þetta var mjög sérstakt og örugglega rosalega erfitt fyrir þá að spila undir þessum kringumstæðum. Það kæmi mér ekki á óvart ef þjálfarinn yrði rekinn á morgun."

Fyrsta markmið að halda sætinu
Með sigrinum er Lyngby komið í sjötta sæti deildarinnar.

„Við megum ekki fara fram úr okkur, þetta er klárlega ánægjulegt, en fyrsta markmiðið er að halda okkur í deildinni. Lyngby hefur ekki verið þrjú ár í röð í Superliga í 27 ár held ég. En að sjálfsögðu lítur þetta vel út núna og við þurfum bara að halda áfram," sagði Sævar að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Hann ræðir þar um Andra Lucas Guðjohnsen og skemmtilegt atvik fyrir leik.
   02.10.2023 21:03
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum

   02.10.2023 20:38
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig

Athugasemdir
banner
banner
banner