Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
   mið 02. október 2024 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta eru einkunnir Íslendinga í EA Sports FC 25 - Fimm í gulli
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Glódís er fyrirliði Bayern München.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Karólína og Sveindís.
Karólína og Sveindís.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Albert fær 80 í einkunn.
Albert fær 80 í einkunn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir er besti íslenski leikmaðurinn í tölvuleiknum EA Sports FC 25.

Leikurinn er gífurlega vinsæll á meðal fótboltaáhangenda en hann var gefinn út undir lok síðasta mánaðar.

Glódís fær einkunn upp á 84 af 99 mögulegum en það eru fimm íslenskir leikmenn í gulli. Þú þarft að vera með 75 eða meira til að vera í gulli.

Það eru Glódís (84), Sveindís Jane Jónsdóttir (82), Albert Guðmundsson (80), Dagný Brynjarsdóttir (78) og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (78) sem ná því.

Sveindís er þá einn hraðasti leikmaðurinn í leiknum en hún er með 92 í hraða.

Bestu leikmennirnir í leiknum eru Kylian Mbappe, Rodri, Aitana Bonmati og Erling Haaland en þau eru öll með 91 í einkunn.

Bestu Íslendingarnir í EA Sports FC 25
1. Glódís Perla Viggósdóttir - 84
2. Sveindís Jane Jónsdóttir - 82
3. Albert Guðmundsson - 80
4. Dagný Brynjarsdóttir - 78
5. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 78

Í silfri
74 - Hákon Arnar Haraldsson og Hörður Björgvin Magnússon.
73 - Guðrún Arnardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir.
72 - Mikael Neville Anderson, Jóhann Berg Guðmundsson, Sverrir Ingi Ingason og Jón Dagur Þorsteinsson.
71 - Rúnar Alex Rúnarsson og Alfons Sampsted.
70 - Ísak Bergmann Jóhannesson, Guðlaugur Victor Pálsson og Willum Þór Willumsson.
69 - Patrik Sigurður Gunnarsson, Kristian Nökkvi Hlynsson, Orri Steinn Óskarsson og Arnór Sigurðsson.
68 - Andri Lucas Guðjohnsen, Þórir Jóhann Helgason, Stefán Teitur Þórðarson, Arnór Ingvi Traustason og Hákon Rafn Valdimarsson.
67 - Birkir Bjarnason, Kolbeinn Birgir Finnsson og Hjörtur Hermannsson.
66 - Valgeir Lunddal og Elías Rafn Ólafsson.
65 - Hildur Antonsdóttir, Bjarki Steinn Bjarkason, Brynjar Ingi Bjarnason, Mikael Egill Ellertsson, Sævar Atli Magnússon, Davíð Kristján Ólafsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson og Logi Tómasson.

Í bronsi
64 - Daníel Leó Grétarsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Viðar Ari Jónsson, Elías Már Ómarsson, Dagur Dan Þórhallsson og Brynjólfur Willumsson.
63 - Andri Fannar Baldursson og Kristall Máni Ingason.
62 - Anton Logi Lúðvíksson, Júlíus Magnússon, Kolbeinn Þórðarson og Nökkvi Þeyr Þórisson.
61 - Ísak Andri Sigurgeirsson.
60 - Gísli Eyjólfsson, Hlynur Freyr Karlsson, Hilmir Rafn Mikaelsson og Birnir Snær Ingason.
58 - Eggert Aron Guðmundsson og Lúkas Petersson.
55 - Nóel Atli Arnórsson.
53 - Daníel Tristan Guðjohnsen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner